Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 6

Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 6
REYKJANES 6 (^L- Hugsiö ykkur ávallt gott til Glóöarinnar og njótiö matarins hjá okkur, Veriö velkomin! Sími 1777 SIÁVARÖUIJJD U RESTAURANT Vestuibrcrut 17, Sími 4040 Opiö írá kl. 18.30 íirnmtudag - sunnudag, FERSKUR MATSEDILL Boröapantanir í síma 4040 e. kl. 17.00 STEINDÓR SIGURÐSSOM Sími 15444 FERÐAÁÆTLUN Frá Frá Innri-Njardvík Keflavlk 08.30 08.50 09.40 10.05 10.20 1040 10.50 1 1.20 1 1.30 13 15 14.05 14.45 15.00 15.20 15.30 16.10 15.25 17 15 ATH: Timi í Ytri-Njarðvik er 5-8 mín. eftir brottför i Keflavík. Innri-Njarðvik eða Frá Frá Keílavík Grindavík 08.50 09.20 (alla virka daga) 13.15 13.45 17.15 17.40 (mánudaga. miðvíkudaga og föstudaga) Geymiö cmglýsinguna Miðvikudagur 24. júnð 1987 Miðvikudagur 24. júní 1987 W Hólmsvöllurinn í Leiru 7 Golfkennari frá Englandi VI DKO FRISTUND Engin útborgun! KEFLAVÍK: — „Samstarí okkar við Glóðina hefur gengið mjög vel í alla staði og hafa Axel Jónsson og félagar hans boðið upp á fjöl- breytilega matarpakka,“ sagði Ingi Gunnarsson, stöðvarstjóri Arnar- flugs á Keflavíkurflugvelli. Eins og við höfum sagt frá þá gerðu Glóðin og Arnarflug samning á dögunum, um að Glóðin sæi um matarpakka í flugvélar flugfélagsins. Á laugardaginn matreiddi Glóð- in mesta magn af matarpökkum til þessa, sem farið hefur um borð í flugvél Arnarflugs. Hér var um að ræða 510 matarskammta. Þá voru liðin fimm ár síðan Arnarflug hóf áætlunarflug til Sviss og var farið til Zurich á afmælisdaginn. Um borð í flugvél Arnarflugs var Axel Jónsson. Honum var boðið í ferð- ina í tilefni dagsins. Á meðan gestir Arnarflugs voru í Zurich fór flugvélin til Basel í Sviss og til baka. Síðan var haldið heim á leið. Allur maturinn sem var borinn fram í flugvélinni á flugleiðinni Keflavík, Zurich, Basel, Zurich og Keflavík, var mat- búinn af Glóðinni, eða 510 matar- skammtar. Arnarflug kynnti í þessu flugi nýja búninga hjá flugfreyjum fél- agsins og ýmsar nýungar, sem flug- félagið býður upp á um borð í flug- vélum sínum. Þess má geta að Glóðin tekur í notkun nýtt flugeldhús að Iðuvöll- um um næstu mánaðarmót. KEFLAVÍK: — Meðlimir Golf- klúbbs Suðurnesja minnasl þess 6. júlí, að eitt ár sé liðið frá því að nýja golfhúsið var opnað og að GS tók glæilegan keppnisvöll fornilega í notkun. Þá fer fram opið hátíðarmót á Hólmsvellin- um. * Meistaramót GS hefst síðan daginn eftir, 7. júlí. Það stendur til 11. júlí. Reiknað er með að 130 meðlimir taki þátt í mótinu. * Öldungamistaramót ís- lands fer svo fram á vellinum 17.-19. júlí og í ágúst verður Coca-Cola stórmótið. Það er síðasta opna mótið hér á landi fyrir Norðurlandamótið. * Hápunkturinn í Leirunni verður síðan sveitakeppni 1. deildar, sem fer fram í haust. Þá er reiknað með hörku keppni á milli sveita frá GR, GK og GS. Holtsgötu 26, sími 2002 OPIÐ: Mónudaga - fimmtudaga Jd. 10-22 Föstudaga kL 10-23 Laugardaga og sunnudaga kL 13-23 GS eflir unglingaslarfið: Við höfum mikið úrval af myndbandstœkjum sjónvarps- tœkjum, hljómflutnings- tœkjum og útvarps- og kass- ettutœkjum. Þú veist að við bjóðum lengri ábyrgð á tœkjum heldur en aðrir. Engin útborgun og eftir- stöðvar í allt að 12 mánuði. Ómar Jóhannsson, framkvæindastjóri GS. Bergvíkursvæðið sést í baksýn. Við þurfum að koma upp vökvunarkerfi á vellinum“ KEFLAVÍK: — Hólmsvöllur- inn í Leiru er að mörgum talinn besti golfvöllurinn á landinu, hvað góða aðstöðu og skemmti- lega legu snertir. „Völlurinn er nú í mjög góðu ástandi, en það lieíur komið í Ijós að undan- förnu í hinum miklu þurrkum, að við þurfum nauðsynlega að koma upp vökvunarkerfi við flatirnar á vellinum,“ sagði Ómar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Suð- urnesja, þegar við heimsóttum hann. Ómar sagði að vökvunarkerf- ið sjálft kostaði þetta 300 þús. krónur. „Þetta verð er fyrir ut- an allar lagnir og vinnu við völl- inn. Það er þó mjög gott að leg- gja vökvunarkerfi á völlinn, þar sem flatirnar liggja á mörgum stöðum þétt saman,“ sagði Ómar. Það er ýmislegt annað sem félagsmenn GS hafa hug á að hrinda í framkvæmd og einnig —segir Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri GS. ■ Nytt æfingasvæði á teikniborðinu eru ýmis verkefni á lokastigi. Nýi púttvöllurinn, sem er við hliðina á hinu glæsilega húsi GS, er að verða tilbúinn. Við völlinn er búið að reisa grunn- inn á kerrugeymslu, þar sem einnig verður til húsa golfvöru- verslun. Nýtt æfingasvæði Þá hafa GS-félagar mikinn hug á að koma upp æfingar- svæði fyrir ofan golfhúsið og veginn til Garðs. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt að GS fái svæðið til afnota, en eftir er að fá samþykki bygg- ingarnefndar Gerðahrepps. Norskur kylfingur heimsótti Leiruna ,,Er ekki hægt að fá að leika hér á vellinum?“ spurði norskur maður sem kom í heimsókn á Hólmsvöllinn í Leirunni um sl. helgi. Norð- maðurinn, sem kom til íslands í stutta heimsókn, sá Hólms- völlinn úr lofti þegar flugvélin sem hann kom með til lands- ins var í aðflugi til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Hann gerði sér ferð út á Leiru til að kanna hvort hann fengi að leika á vellinum. „Þetta litla dæmi sýnir okk- ur að við getum fengið kylf- inga til að koma við hér á lan- di til að leika golf. Það er mikið um það að golfáhuga- menn sem fara vestur til Bandaríkjanna, eða frá Bandaríkjunum til Evrópu, séu farþegar í flugvélum Flug- leiða sem millilenda hér. Eg hef trú á, að i framtiðinni komi þessir menn hér við, stoppi í einn dag, til að leika golf,“ sagði Ómar Jóhanns- son. „Þetta æfingarsvæði verður einggöngu notað fyrir þá sem vilja æfa sig í upphafshöggum, en hingað til hefur sex holu æfingarvöllurinn verið notaður til að æfa upphafshögg. Með komu nýja æfings- svæðisins minnkar álagið á sex holu æfingavellinum, sem yrði þá nær eingöngu völlur fyrir unglinga til að æfa sig á,“ sagði Ómar. Púttvöllur- inn opinn öldruðum Púttvöllur Golfklúbbs Suður- nesja í Leirunni er opið öldruð- um Suðurnesjamönnum. Aldraðir geta mætt þar og brugðið á leik í góðu veðri, gegn vægu gjaldi. Reykjanesmynd: Hrós. KEFLAVIK: — „Ahuginn hefur stóraukist fyrir golfíþróttinni hér á Suðurnesjum og er aukningin mikil hjá konum og unglingum. Það er orðið tímabært að ráða golfkennara til GS og höfum við hug á að fá kennara frá Englandi hingað fyrir næsta sumar,“ sagði Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Axel Jónsson og Ingi Gunnarsson sjást hér ásamt einni flugfreyju Arnarflugs. Arnarflug bauð Axel til Sviss um borð í flugvél Arnarflugs voru 510 matarskammtar frá Glóðinni Ómar sagði að GS hafi verið með námskeið fyrir byrjendur í sumar og hafi um sextíu byrj- endur mætt á námskeiðin. „Hér er um að ræða börn og unglinga á aldrinum átta til fjórtán ára. Undanfarin ár hefur hin hraða uppbygging klúbbsins komið í veg fyrir að unglingastarfið væri eðlilegt. Við höfum haft svo mikið að gera i sambandi við gerð nýja hússins og vallarins, að ungling- arnir hafa orðið útundan. Þetta er nú allt til bóta,“ sagði Ómar. „Við erum með góðan hóp af efnilegum unglingum, sem eru með þetta 15-22 í forgjöf. Framtíðin er björt og má benda á hina 14 ára Karenu Sævars- dóttur í því sambandi. Karen á framtíðina fyrir sér. Hún er nú þegar byrjuð að æfa með lands- liði kvenna. í beinu framhaldi af ungl- ingasLarfinu höfum við mikinn hug á að foreldrar unglinganna taki virkari þátt í starfinu hjá okkur, eins og tíðkast t.d. hjá GR,“ sagði Ómar. Stórmót í Leirunni

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.