Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 2

Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 2
2 REYKJANES ■ Úljjcfandi: Reykjanes blaðaúlgál'a Rilsljóri: Sigmundur Ó Sleinarsson (Simi 3696) ■ Artsloð virt ritstjórn: Halldór L.eví Björnsson Auglvsingar: Hrla Sveins- dóllir Innheimta: Erna Allreðs- dóltir | Rilsljórn, aiiglýsingar, skrifstofa: Hafnargala 46, Keflavik. Simi 4988. H Selning, umbrol og prenlun: Stapapreni Miðvikudagur 24. júní 198 Jias É ■ Framkvæmdasjóðui ,,Vonbi verið n' —segir Guðjón Stefáns KEFLAVÍK: — Eins og Reykjanesið skýrði frá í síöustu viku hafa verið notaðar 18 milljónir úr svokölluöum Framkvæmdasjóði aldraðra. Þar af hafa 13 milljónir verið notaðar í almennan rekstur Keflavíkurbæjar. Á síðasta kjörtímabili var r aldraðra: rigði að otaður í son, fyrrum formaður bt starfandi nefnd sem sá um byggingu íbúða aldraðra í Keflavík. í þessari nefnd áttu sæti þeir Guðjón Stefánsson, sem var formaður, Kristinn Guðmundsson, Jón Ólafur Jónsson, Jón B. Kristinsson, frá Styrktarfélagi aldraðra og Óli Þór Hjaltason frá Félags- sjóðurinn 1 þennan h /ggingarnefndar íbúða fyrir aldraö bíói. Blaðið leitaði álits Guð- ingu fyrir jóns Stefánssonar á því að Nú hafa p framkvæmdasjóðurinn hafi sjóð verið verið notaður á þennan hátt. aukinnrekí „Það eru mér mikil vonbrigði sjóðs Ke að þessi sjóður skuli vera not- Guðjón. aður á þennan hátt. Þá með til- liti til hans upphaflega til- gangs, að stuðla að uppbygg- tiafi átt“ ►a í Keflavík aldraða í Keflavík. eningar úr þessum lotaðir til að dekka trarkostnað bæjar- flavíkur,“ sagði Það er sannkallaður fiskmarkaður hjá máfinum þegar hann kemst í fiskafurðir á vörubílspöllum. Ekki nægilega mikið vatn í Sandgerði fyrir laxeldisstöð? SANDGERÐI: — Oskar Arna- son, einn af eigendum Atlands- la\, sem hefur sótt um lóð undir laxeldistöð við Sandgerðishöfn, hefur enn ekki fengið svar við umsókn sinni. Bygginganefnd Miðneshrepps hel'ur frestad að taka umsókn Óskars fyrir. Nefndin vill fyrst fá ýmsar upplýsingar og láta kanna hvað mikið vatn er til staðar. Laxeldisstöð þarf mikið vatn til starfsemi sinnar. Kannað verður hvort hætta sé á að vatnsfrek laxeldisstöð myndi verða til þess að vatnsból annara Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu: Fjögur liö frá Suöurnesjum í 16-liða úrslit? SANDGERÐI: — Mikil ánægja braust út í Sandgerði þegar Ijóst var að Reynir hafði dregist gegn Stjörnunni úr Garðabæ í 3. um- ferð bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Bæði liðin leika í 3. deild. Möguleikar Reynismanna á að tryggja sér sæti í 16-liða úr- slitum, eru miklir. Þeir leika gegn Stjörnunni í Sandgerði. Reynir hefur aldrei náð að leika í 16-liða úrslitum. Grindvík- ingar voru ekki eins heppnir með mótherja, þar sem þeir mæta 2. deildarliði Selfoss. Grindvíkingar fögnuðu því að fá heimaleik gegn Selfyssingum. Heimaleikur getur haft sitt að segja. Það getur farið svo að Suöur- nesjamenn eigi fjögur lið í 16-liða úrslitum. Keflavík og Víðir hafa þegar tryggt sér sæti. aðila myndu þurrkast upp. ,,Það þarf að skoða ýmsa þætti í þessu sambandi. Það er ekki eins mikil vatnssæld hér í Sandgerði og er í Grindavik og Höfnum, þar sem laxeldis- stöðvar eru,“ sagði Stefán Bjarnason, sveitarstjóri Miðnes- hrepps í stuttu spjalli við Reykjanes Dagstjarnan sigldi á bifreið NJARÐVIK: — Dagstjarnan KE sigldi á bifreið fyrir nokkru. Var Dagstjarnan að fara á miðin og var verið að snúa skipinu í höfninni, þegar stefni þess rakst í bifreið sem stóð mannlaus á hafnarbakkanum. Urðu ekki miklar skemmdir á bifreiðinni. Fiskmarkaður! Það er sannkallaður fiskmarkaður hjá rnáfinum þegar lian n kemst í fiskafurðir á vörubílspöllum. Þá er þétt setinn pallurinn og færri komast að en vilja, til að kanna þær afurðir sem er boðið upp á hverju sinni. Máfurinn hefur engar áhyggjur af meðalverði, eða hvort að hægt sé að fá 25% hærra verð fyrir aflann, en það sem hefur verið skráð. Hjá honum setja ekki fisksalar strik í reikninginn hvað verð varðar. Það eina sem þeir vilja, er „fiskur á disk.“ Reykjanesmynd: Hrós. Humarkvót- inn að verða búinn KEFLAVIK: — Humarvertíðin hjá bátum á Suðurnesjum hefur gengið með afbrigðum vel. Það er reiknað með að humarkvót- inn, 2.500 tonn, verði kominn á land um mánaðarmótin júní / júlí. Ástæðan fyrir hvað vel hef- ur gengið er hin mikla veður- sæld sem hefur verið að undan- förnu. Ekki einn einasti dagur hefur dottið út hjá humarbát- unum, vegna óveðurs. Það hefur verið nóg að humri Níutíu km hraðí.... KEFLAVIK: — Hámarkshraði hefur verið hækkaður á Reykjanesbrautinni, frá Hafn- arfirði til Njarðvíkur. Nú má aka þessa vegalengd á 90 km hraða. Hámarkshraðinn var 80 km. á miðunum. 20-30 bátar hafa gert út og hefur aflinn verið verkaður i Sandgerði, Garði, Keflavík, Njarðvík og Grinda- vík. Eftir að humarvertíðinni lýk- ur fara flestir bátanna í slipp í klössun. Vinnuslys í Sjöstjörn- unni KEFLAVÍK: — Vinnuslys varð í Hraðfrystihúsi Sjöstjörnunnar ht'. í Njarðvík. Maður sem var að vinna við lyftara ásamt öðrum, lenti með vinstri hendina annað hvort í viftureim eða viftuspaða. Missti maðurinn framan af löngutöng vinstri handar. Var hann fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að sárum hans. Reykjanes borið út í hús í Keflavík og Njarðvík KEFLAVIK: — Akveðið hefur verið að bera Reykja- nes út í hvert hús í Keflavík og Njarðvík eftir að blaðið kemur úr sumarfríi, mið- vikudaginn 12. ágúst. Reykjanes auglýsir því ef- tir blaðberum. Þeir sem hafa hug á að bera blaðið út eru beðnir að hafa samband sem fyrst. Fljótlega verður byrjað að raða blaðberum niður í hverfi og götur. Frá og með 12. ágúst, mun Reykjanesið verða borið út í hvert hús í Keflavík og Njarðvík á tímabilinu kl. 16-18. Blaðið verður komið á dreifingarstaði í Grindavík, Vogum, Höfnum, Kefla- víkurflugvelli, Garði og Sandgerði upp úr hádegi á midvikudögum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.