Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 12

Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 12
,,Hernaðarástand“ í Flugeldhúsi Flugleiða á Keflavíkurflugvelli: Stúlkurnar fóru úr „fluggír“ í„hægagang“ —og lögðu þannig áherslu á launakröfur. Seinkun varð á Grænlandsflugi KKFLAVÍKURFLUGVÖLL- UR: - ,,Hernartarástand“ ríkti um tíma á Keflavíkurflugvelli sl. fiinmtudaf>. Varnarliðið var þó ekki kaliað í viðbragðsstöðu, þar sem ,,ástandið“ ríkti ekki á > firráðasvæði varnarliðsins. ,,Vígvöllurinn“ var Flugeldhús Flugeldhúsið: Stúlkurnar ánægðar með lífið og tilveruna KEFLAVÍKURFLUGVÖLL- Flugleiða, þar sem yfir 50 starfs- stúlkur voru að leggja áherslu á launakröfur með því að vinna í „hægagangi." „Það var ákveðið að leggja ekki niður vinnu, til að leggja áherslu á kröfur okkar. Við tók- um því frekar rólega og unnum í „hægagangi“ sagði ein starfs- stúlkan í Flugeldhúsinu. Stúlk- urnar vinna nú tólf tíma sam- fleytt i stað vaktakerfis áður. Þá var unnið á dag- og næturvökt- um í eldhúsinu. Nokkur seinkun varð á Grænlandsflugi vegna aðgerð- anna. Þegar ljóst var að ástand- ið gæti orðið alvarlegra og frek- ari seinkun var fyrirsjáanleg á öllu flugi hjá Flugleiðum, höfðu forráðamenn flugfélagsins sam- band við starfsstúlkurnar og óskuðu eftir viðræðum um launakröfur þeirra. Eftir að ósk um viðræður kom til starfsstúlknanna, settu þær aftur i „fluggír“ og allt starf gekk eðlilega fyrir sig. Á mánudaginn hófust síðan viðræður. Þessi mynd var tekin í Flugeldhúsi Flugleiða. Þá voru starfsstúlkurnar ekki í „hægagangi* UR: — Það var létt yfir stúlkun- um í Flugeldhúsi Flugleiða í gær. —„Hægagangurinn“ hafði sinn tilgang. Við létum vita að við væruin til og það er hlustað á okkur,“ sagði ein starfsstúlkan í stuttu spjalli við Reykjanesið í gær. Stúlkurnar fóru fram á launa- hækkun. Þær áttu viðræður við forráðamenn á mánudaginn og það var ljóst að ýmsar kröfur þeirra höfðu náð fram að ganga. Annars vildu stúlkurnar í Flugeldhúsinu ekkert segja fyrr en þær væru búnar að funda um stöðu mála. „Við erum mjög ánægðar með lífið og tilveruna,“ sögðu þær. Sandgerðishöfn verður lokað í f j órar vikur SANDGERÐI: — „Við verð- um að loka höfninni hér í júlí í fjórar vikur - þ.e.a.s. það verður engin umferð um syðri hafnargarðinn á meðan steypan á honum verður að þorna,1’ sagði Stefán Bjarna- son, sveitarstjóri Miðnes- hrepps. Undirbúningsvinna fyrir að steypt verður þekja á syðri hafnargarðinn er hafin. Byrj- að er að grafa skurði fyrir vatnslögnum, heitu og köldu vatni, ásamt rafmagnslögn. Þá verður einnig grafið fyrir brunnum á hafnargarðinum. Öll undirbúningsvinna verður búin í júlí, en þá hefst steypuvinnan og verður þekjan steypt í tveimur áföngum. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan ágúst. Suðurgarðurinn er aðal at- hafnasvæði skipa og báta í Sandgerði, þannig að þegar garðinum verður lokað, mun umferð um hafnirnar í Grinda- vik, Keflavík og Njarðvik auk- ast. Stutt í opnun Sparí- sjóðsins í Grindavík GRINDAVÍK: — „Það er ekki alveg komið á hreint hve- nær hægt veröur að opna úti- bú í Grindavík,“ sagði Páll Jónsson sparisjóðsstjóri Spari- sjóðsins í Keflavík í samtali við blaðið. Páll sagði að útibúið yrði líklega opnað um mánaðar- mótin júlí/ágúst. Húsnæði Sparisjóðsins í Grindavík, sem er í verslunarmiðstöðinni við Víkurbraut, er tilbúið að sögn Páls. Tæknimálin eru það sem stendur á. Mun eiga eftir að koma fyrir tölvubún- aði og símakerfi. Sagðist Páll ekki geta sagt til um hvenær því yrði lokið. En þegar það verður mun sparisjóðurinn opna í Grindavík. Sparisjóðurinn hefur þá af- greiðslu 1 fjórum sveitarfélög- um á Suðurnesjum, þ.e. Kefla- vík, Njarðvík, Garði og Grindavík. Vantsskortur í Sandgerði —endurbyggja þarf dreifikerfi bæjarins SANDGERDI: — Veðurblíðan sem hefur verið á Suðurnesjum að undanförnu hefur orsakað það að vatnsskortur til vökv- unar á gróðri er í Sandgerði. Vatnsdælur hafa ekki haft und- an við að dæla vatni upp í vatns- geymi. „Það er ljóst að það verður að gera stórátak í sambandi við vatnsöflun í framtíðinni og end- urbyggja þarf allt dreifikerfið hér í Sandgerði. Ástandið er ekki gott, ef fólk fær ekki vatn til að vökva garð- ana sína í miklum þurrkum,“ sagði Stefán Bjarnason, sveitar- stjóri Miðneshrepps.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.