Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 3

Reykjanes - 24.06.1987, Blaðsíða 3
REYKJANES Miðvikudagur 24. júní 1987 3 Her er verið að vinna við steypuvinnu í einu af nýju kerjunum hjá Vogalax hf. Reykjanesmyndir: Hrós. Vilhjálmur Ketilsson: , ,Er gengið í sjóð aldraðra?“ —athugasemd við frétt Villandi fyrirsagnir í febrúar sl. skrifaði undirritaður at- hugasemd í Reykjanesið vegna greinar er birtist í Helgarpóstinu og fór fyrir brjóstið á mörgum bæjarbúum. Á ný finn ég ástæðu til þess að gera slikt hið sama, en nú við fyrirsögn á forsíðu og frétt á bls. 3 i Reykjanesinu. Allir muna hvernig fyrirsögnin hljóð- aði í HP: „50 milljónir vantar í bæjar- sjóð.“ Mönnum fannst að ýmislegt mætti úr henni lesa. Sumir lásu að 50 milljónir hefðu horfið úr sjóðnum, aðrir að 50 milljónir vantaði til þess að endar næðu saman i rekstri bæjarins það árið. Nú birtist ein slík fyrirsögn sem gefur ýmislegt til kynna: „Peningar aldraðra notaðir til almenns reksturs bæjarins“ Hvað skyldu menn hafa lesið úr þessari fyrirsögn? Tók bæjarsjóður peninga frá þeim öldruðu til eigins reksturs eða var þetta bara lán úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra? Hvernig má þetta vera spyrja bæjarbúar eflaust. Er gengið í sjóði gamla fólksins? Spyr sá sem ekki veit, en víst er að blaðið sá ekki ástæðu til þess að útskýra málið í heild sinni. Framkvæmdasjóður aldraðra Á siðasta fundi Rafveitunefndar Keflavíkur sem haldinn var með bæjar- ráði Keflavíkur þann 15. mai 1986 eftir að Hitaveita Suðurnesja hafði tekið við öllum rekstri og búnaði rafveitunnar samþykkti rafveitunefnd að leggja eft- irfarandi til við Bæjarstjórn Kefla- víkur: „Nú þegar Rafveita Keflavikur hættir verði eignum hennar varið til þjónustu við aldraða og myndaður sjóður sem ber nafnið Framkvæmda- sjóður Rafveitu Keflavíkur til þjón- ustu- og húsnæðismála aldraðra.“ í fundargerð bæjarráðs segir: „Bæjar- ráð tók heilshugar undir tillögu raf- veitunefndar um ráðstöfun þeirra fjár- muna sem hún skilar af sér.“ Á bæjarstjórnarfundi 20. maí 1986 eru fundargerðir rafveitunefndar og bæjarráðs samþykktar. Þá var og sam- þykkt að fela formanni rafveitunefnd- ar, bæjarstjóra og bæjarlögmanni að gera tillögu að skipulagsskrá fyrir sjóð- inn. Hver á Sjóðinn? í reglugerð um Rafveitu Keflavíkur frá 1954 segir í 6. gr.: „Reiknishald og í Reykjanesi ráðstöfun tekna. Rafveita Keflavíkur hefur sjálfstætt reiknishald og tekur sjálf við greiðslum fyrir selda raforku og öðrum tekjum. Skal tekjum hennar fyrst og fremst varið til að standast straum af öllum greiðsluskuldbind- ingum hennar, svo sem afborgunum á áhvílandi skuldum, vöxtum og öðrum rekstrarkostnaði, þar með talið full- nægjandi viðhald og endurnýjun virkja og annað, sem nauðsynlegt er til að tryggja öruggan rekstur rafveitunnar, en tekjum, sem umfram kunna að verða, ráðstafar hreppsnefnd (nú bæjarstjórn).“ Hverjir skyldu svo eiga Fram- kvæmdasjóð aldraðra? Það liggur auðvitað í augum uppi að bæjarbúar allir eiga sjóðinn. Að sjálf- sögðu verða þessir fjármundir rafveit- unnar notaðir í sjóðsstofnunina þegar skipulagsskrá hans liggur fyrir. En það er bæjarráð sem á síðasta orð í þeim efnum. Hver ráðstafar Sjóðnum að eigin geðþótta? Hvorki Garðar Oddgeirsson né Drífa Sigfúsdóttir vilja kannast við það að bæjarráði hafi verið tilkynnt að nauð- syn hafi borið við að nýta fjármuni sjóðsins í þágu bæjarfélagsins. Það var gert í ágúst i fyrrasumar og síðar í byrj- un desember. Þetta er ekki sérstaklega bókað, en rætt, og það þótti eðlilegt að ganga að þessari fjárhæð. Ástæðan fyrir því var sérstaklega slæm staða bæjarsjóðs um það leyti, sem þeim báð- um var kunnugt um. Því hið „góða bú“, sem Drífa talaði svo oft um í fyrrasumar var ekki til staðar. Ef þeim félögum Drífu og Garðari finnst að sjóðnum hafi verið ráðstafað af eigin geðþótta, þá var það gert i þágu bæjar- búa og með vitneskju bæjarráðs. Varð- andi endurskoðun fjárhagsáætlunar á sl. hausti skal það áréttað hér að dregið var úr þeim framkvæmdum sem hægt var að fresta. Því miður var aðeins um það að ræða að fresta framkvæmdum við sundmiðstöð og dagheimili og var það gert. Ef minnihlutafélagarnir geta bent á aðra lausn, sem okkur yfirsást ættu þeir að tilgreina hana. Fréttafölsun Reykjaness eða minnihlutans utn Kirkjuveg 11 „Þar er ekki von á góðu sem tvær tungur eru í einu höfði“ segir málshátt- urinn. Þannig varð mér hugsað við lestur síðasta tbl. Reykjaness. Hver sá sem gaf upplýsingar um að peninga vantaði til að halda áfram framkvæmd- um við byggingu aldraðra við Kirkjuveg 11, veit lítt sem ekkert um þetta mál. Vonandi er það ekki bæjarfulltrúi. Vegna framkvæmda við Kirkjuveg 11 mun bæjarsjóður taka lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Á fundi hús- næðistjórnar 24. mars sl. var samþykkt að heimila Keflavíkurbæ að hefja und- irbúning að byggingu á 19 íbúðum fyrir aldraða í Keflavík, sem lán verður veitt úr fyrrnefndum sjóði. Lánsfé til fram- kvæmdanna kemur til útborgunar í sem næst jöfnum fjárhæðum á 18 mánaða tímabili frá og með 1. júlí n.k., eftir að gerður hefur verið sérstakur fram- kvæmdalánssamningur þar að lútandi. Eigendur íbúðanna munu síðan standa skil af greiðslu lánsins ásamt því að leggja fram 15% af andvirði íbúð- anna. Þatinig að Framkvæmdasjóð Rafveitunnar átti aldrei að þurfa að nota þar. Ástæðan fyrir því að Kefla- víkurbær hefur lagt þrjár milljónir i vinnu við grunn og teikningar, var aðeins til þess að flýta fyrir verkinu. Framkvæmdir eru nú að hefjast við þessa byggingu og að fullum krafti eftir 1. júlí. Frá ritstjórn í framhaldi af athugasemd Vilhjálms Keíilssonar, viljum við taka fram að við stöndum við þá frétt sem hann vitnar í. Fréttafölsun var ekki um að ræða, enda leituðum við okkur upplýsinga um inálið, m.a. var rætt við Vilhjálm í greininni og tvo bæjarfulltrúa Keflavíkur. Ritstjórn. Vogalax hf.: Eldisrými fyrir 2.5millj. laxaseiða -þegar búið er að reisa 28 ný eldisker VOGAR: — Miklar framkvæmdir eru nú hjá Vogalax hf.. Er verið að reisa 28 eldisker, sem hvert er tæplega 160 rúmmetrar að stærð og er eldisrými þeirra 140 rúmmetrar. Þegar fram- kvæmdum við þessi ker er lokið er eldisrými í stöðinni fyrir 2.5 milljón seiða. Sveinbjörn Oddsson sagði í samtaii við blaðið að þó yrði byrjað með 1.7 milljónir seiða í ár. Auk framkvæmda við kerin hefur verið borað- ar fjórar ferskvatnsholur til viðbótar við þær hol- ur sem fyrir eru. Nú er verið að bora eina sjó- holu. Sagði Sveinbjörn að það væri gert til að hægt sé að blanda ómenguðum sjó við vatni sem er notað til eldisins. Það er fyrirtækið Lyngholt sf. í Vogum sem sér um fram- kvæmdir við byggingu kerjana og er gert ráð fyrir að framkvæmdum Ijúki í haust. 150 þúsund laxaseiðum var sleppt —sem er stærsta seiðamagn sem Vogalax hefur sleppt í einu VOGAR: — Seiðasleppingar á þessu ári hófust á föstu- daginn hjá Vogalax hf., en þá var sleppt 150.000 seiðum. Alls er ætlunin að sleppa um 450.000 seiðum í ár. Er það stærsta seiðaslepping sem gerð hefur verið hjá Vogalax hf. Má til samanburðar geta þess að á síðasta ári var sleppt 36.000 seiðum. Að sögn Sveinbjarnar Oddssonar stöðvarstjóra munu þessi seiði ganga upp í stöðina sem fullvanir laxar á næstu tveimur árum. Gerði hann sér vonir að heimtur yrðu svipaður og á síðasta ári, en þá voru heimtur um 10-12%. Þykir það gott hlutfall hjá hal beitarstöð.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.