Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Síða 8
8 | | 19. janúar 2023 Gosið 1973 með augum barnanna Eva Laufey Leifsdóttir Foreldrar? Gígja og Leifur. Veistu hvenær eldgosið hófst? Nei, ég veit það ekki. Eitthvað 1900 og eitthvað, í janúar. Hvað veistu um eldgosið? Amma mín var þá til og nokkur hús fóru undir hraun og nokkur skemmd- ust. Eldgos eru hættuleg og það gerðist rétt hjá þar sem ég á heima. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Erlu ömmu, Ellu ömmu og langömmu og langafa. Sigrún Arna Baldvinsdóttir Foreldrar? Baldvin Þór Sigur- björnsson og Þórdís Gyða Magn- úsdóttir. Veistu hvenær eldgosið hófst? Byrjaði á nóttinni á þriðjudegi. Hvað veistu um eldgosið? Það er rautt og það þurfti að taka klósettið og baðið í burtu útaf það eyðilagðist í eldgosinu. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Amma Sigrún, amma Edda, afi Þórður, amma Steina og afi Bjössi. Anna Rakel Baldvinsdóttir Foreldrar? Baldvin Þór Sigur- björnsson og Þórdís Gyða Magn- úsdóttir. Veistu hvenær eldgosið hófst? 1900 og eitthvað, 1903? Hvað veistu um eldgosið? Það kom hraun inn í húsin, það þurftu allir að skilja eftir dótið sitt og sumir tóku dót með. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Amma Sigrún, amma Edda, amma Inga, afi Bjössi, amma Steina og afi Þórður. Ingunn Ása Fannarsóttir Foreldrar? Birgit Ósk og Fannar Veigar. Veistu hvenær eldgosið hófst? 1973 í janúar og hætti þegar var komið sumar. Hvað veistu um eldgosið? Það eyðilögðust mörg hús og einn maður dó alveg óvart úr reyk. Það var svo hættulegt að næstum því allt fólkið fór en sumir voru eftir til að slökkva eldinn. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Amma og afi. Veigar Funi Fannarsson Foreldrar? Birgit ósk og Fannar Veigar Veistu hvenær eldgosið hófst? Nítjánhundruð og eitthvað. Þegar afi var 10 ára. Hann er eldgamall. Hvað veistu um eldgosið? Það dó einn maður úr reykeitrun eða eitthvað svoleiðis. Svo þurftu allir að fara og það þurfti að nota alla bátana. Það voru svo margir að sumir voru bara þar sem fiskurinn er geymdur, bara i kremju og svo voru allir sjóveikir og ein kona gubbaði meira að segja i ullar- sokk. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Afi Siggi Óli, Amma Gúa og amma og afi SíSí. Ásdís Sævaldsdóttir. Foreldrar? Fjóla og Sævald. Veistu hvenær eldgosið hófst? Nei, mjög langt síðan. Hvað veistu um eldgosið? Það skvettist út um allt eldur og það var sett vatn á það. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? Ég veit það ekki, örugg- lega Grýla. Ríkharður Páll Sævaldsson Foreldrar? Fjóla Sif og Sævald Páll. Veistu hvenær eldgosið hófst? Fyrir 50 árum. Hvað veistu um eldgosið? Það þurftu allir að flýja frá Eyjum um miðja nótt og mörg hús fóru undir hraun. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í gosinu? JÁ! Afi Hallgrímur. Sigurður Andrason Foreldrar: Mamma og pabbi Veistu hvenær eldgosið hófst? Neeeeih. Hvað veistu um eldgosið? Uuu að jörðin hitnaði svo mikið að það kom eldur upp úr jörðinni. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í eldgosinu? Já, langamma, var amma Þóra til? Allavega amma Ásta, amma Gríms og Æja amma, og amma Þura. Ég man ekki fleirri. Jú allir afarnir mínir, gleymdi þeim. Ólafur Andrason Foreldrar: Mamma mín heitir Thelma Sigurðardóttir og Pabbi Andri Ólafs. Veistu hvenær eldgosið hófst? Uuh hvað var amma gömul þegar eldgosið var, og hvað er hún gömul núna? okey þá get ég bara mínusað það frá 2023. var það 1073? Eða nei ég man það samt ekki. Hvað veistu um eldgosið? Ég veit að það er svona hnöttur, lítill hnöttur, svona eldhnöttur inní jörðinni og það getur látið sprungu koma upp úr hnettinum og þá býr það til eldgos. Þá hitnar jörðin og það kemur svo mikill þrystingur að eldurinn sem er inn í miðjunni á jörðinni, hann skýst upp og það koma steinar með og já, þannig er eldgos. Þekkir þú einhvern sem bjó hérna í eldgosinu? Allar ömmurnar mín- ar og afarnir mínir, og Jóhanna sem er í skólanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.