Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 17
19. janúar 2023 | | 17 Sigurgeir Kristjánsson var forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja þegar gosið hófst á Heimaey. Hann boðaði til fundar í bæjar- stjórn um morguninn kl.10:00, 23. janúar þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp var komin í bæjarfélaginu. Ríkisstjórn Íslands hélt fund daginn eftir og ákvað að stofna fimm manna nefnd til að fara yfir hvaða afleiðingar náttúruhamfarirnar hefðu fyrir þjóðarbúið og hvaða úrræði væri helst hægt að grípa til að takast á við afleiðingarnar. Nefndin fundaði í Vestmanna- eyjum þann 24. janúar. Sigurgeir sat þann fund og marga aðra fundi nefndarinnar sem var undanfari Viðlagasjóðs. Guðlaugur Gíslason og Garðar Sigurðsson tóku sæti í stjórn Viðlagasjóðs þegar hann var stofnaður en á stjórnarfundi mætti Sigurgeir fyrir hönd bæjarins. Hafnarbúðir miðpunkturinn Verkefni bæjarstjórnar og starfs- manna bæjarins voru ærin og unnið að því að skipuleggja og koma málum í ákveðinn farveg á fastalandinu enda heilt bæjarfélag komið á vergang og mikil óvissa um framhaldið. Bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar fluttust í Hafnarbúðir í Reykjavík og þar var í byrjun gossins einskonar miðstöð fyrir Vestmanneyinga. Skýrsla um starfsemi Vest- mannaeyjabæjar í Hafnarbúðum birtist í Bliki 1974. Þar fjallar Georg Tryggvason m.a. um samskipti bæjarins við Almanna- ráð Ríkisins sem hafi verið mikil og náin. Þar segir að um tíma hafði bærinn haft fastan fulltrúa, Sigurgeir Kristjánsson, forseta bæjarstjórnar, á fundum ráðsins, sem haldnir voru daglega. Sátu þeir fyrstu dagana nærfellt stöðugt á fundum allan daginn og stund- um raunar fram á nótt. Ábyrgð Sigurgeirs var mikil Þetta kemur heim og saman við upplifun ættingja Sigurgeirs sem muna þessa tíma og hægt að segja að hann hafi verið á kafi við vinnu enda bar hann mikla ábyrgð sem forseti bæjarstjórnar Vestmanna- eyja. Aldrei taldi hann þessa vinnu eftir sér og leit á hana sem sjálfsagðan hlut enda lá mikið við. Meðfram bæjarmálunum var hann forstjóri Olíufélagsins í Vest- mannaeyjum og sinnti því starfi í Reykjavík tímann sem hann var í borginni eða þangað til að fjöl- skyldan flutti aftur til Eyja. Eftir að gosi lauk hófst mikið uppbyggingarstarf í Eyjum og að ýmsu að hyggja. Það hvíldi mikið á þeim sem voru í forsvari fyrir bæjarfélagið. Hvort sem það sneri að hreinsun bæjarins, uppbyggingu og skipulagi eða annarra þátta og stoða sem verða að vera til staðar í hverju bæjarfé- lagi. Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug á meðan gosinu stóð og unnu þrekvirki við uppbyggingu eftir að því lauk. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Guðlaugur Gíslason, fyrrum bæj- arstjóri og þáverandi þingmaður hafði ætlað til Reykjavíkur þann 22. janúar en ekki gaf til flugs. Var heima hjá sér, fann jarðskjálfta en verður ekki var við neitt athuga- vert fyrr en sonur hans, Gísli Geir var mættur á bifreið sinni ásamt Öddu konu sinni og þremur dætr- um, Þórunni, Hörpu og Dröfn. Voru þau öll uppábúin og hélt Adda á lítilli handtösku. Eftir að hafa áttað sig á hvað var að gerast fór Guðlaugur niður á Loftskeyta- stöð þar sem allir símritarar voru mættir. „Skömmu síðar fóru formenn á bátaflotanum að kalla loftskeyta- stöðina upp og tilkynntu að þeir væru búnir að kalla út skipshafnir sínar og ætluðu sér til Þorláks- hafnar og væru reiðubúnir að taka með sér eins margt fólk og þeir teldu frekast forsvaranlegt. Var auðséð á öllu að þeir höfðu hver um sig tekið af skarið og ákveðið hvað gera skyldi og metið það svo að alltof mikill ábyrgðarhluti væri að skilja fólk eftir í bænum, a.m.k. konur og börn.“ Um nóttina skrapp Guðlaugur að Kirkjubæjum með einum af lögregluþjónum bæjarins á jeppabíl til að skoða verksum- merkin. „Er það almesta svart- nættismyrkur sem ég hef komið út í þegar gosmökkurinn skall yfir okkur á leiðinni til baka. Vindátt breytti sér smástund og lagðist þá gjallregnið yfir efri hluta bæjarins og svæðið þar fyrir sunnan. Ég held að þessi nótt hljóti að verða ógleymanleg öllum sem staddir voru úti í Vestmanneyjum þegar eldgosið kom þar upp,“ segir Guðlaugur og dáist að viðbrögð- um bæjarbúa. „Ég held að íbúar Vestmanneyja hafi þessa nótt sýnt alveg ótrúlegt þrek og sannað að Íslendingar eru reiðubúnir að bregðast karlmann- lega við og af fullu æðruleysi þegar voveiflega atburði ber að höndum. Og þótt ótrúlegt sé heyrðist fólk jafnvel kalla sín á milli þegar niður að höfninni var komið: Guðlaugur segir að skipstjórnar- menn í Vestmanneyjum og áhafnir þeirra hafi unnið einstætt björg- unarafrek og full ástæða hefði verið að sýna þeim sérstakan sóma, t.d. með heiðursmerkjum. Einnig hafi loftskeytastöðin og símritarar skilað sínu. „Nóttin þegar eldgosið kom upp á Heimaey, er einhver sú örlaga- ríkasta sem Vestmanneyingar hafa lifað, ef undan er skilið þegar Tyrkir gengu á land í Eyjum og rændu á þriðja hundrað manns og fluttu til framandi heimsálfu og drápu á fjórða tug manna,“ sagði Guðlaugur. Þegar gosið hófst 1973 voru eftirtaldir kjörnir bæjarfulltrúar fyrir kjör- tímabilið 1970 til 1974 en bæjarfulltrúar voru níu eins og nú. Þeir voru Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri og Reynir Guðsteinsson fyrir Alþýðuflokk. Sigurgeir Kristjánsson fyrir Framsóknarflokk. Guðlaug- ur Gíslason, Gísli Gíslason, Martin Tómasson og Guðmundur Karlsson fyrir Sjálfstæðisflokk. Garðar Sigurðsson og Hafsteinn Stefánsson fyrir Alþýðubandalag. Hafsteinn kom ekki til baka eftir gos og varamaður hans hans Gunnar Sigurmundsson prentsmiðjustjóri. Vinstri menn voru mynduðu meirihluta. Guðlaugur Gíslason, alþingismaður Ógleymanleg nótt: Sjómenn unnu einstætt björgunarafrek Guðlaugur og Sigurlaug taka á móti Olaf Palme og eiginkonu hans, Lisbeth Palme heima hjá sér í Geysi við Skólaveg. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Sigurgeir Kristjánsson – Forseti bæjarstjórnar í gosinu: Heilt bæjarfélag á vergangi og mikil óvissa Sigurgeir Kristjánsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.