Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Page 20
20 | | 19. janúar 2023 Árið 1973, þriðjudaginn 23. jan- úar kl. 10.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja á skrifstofu bæjarstjóra. Samkvæmt fundargerð sátu fundinn þeir Magnús H. Magnússon, bæjar- stjóri, Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurmundsson, Jón Traustason, Jóhann Friðfinnsson, Reynir Guð- steinsson, Guðmundur Karlsson og Guðlaugur Gíslason. Einnig voru mættir á fundinn yfirlög- regluþjónn, slökkviliðsstjóri, rafveitustjóri og bæjartækni- fræðingur. Forseti kvað sér hljóðs og mælti á þessa leið. „Góðir bæjarfull- trúar, þessi bæjarstjórnarfundur er haldinn á örlagastundu. Mikill jarðeldur hefur brotist út á eyjunni okkar og ógnar nú allri byggð á Heimaey. Það mun vera með eindæmum í Íslandssögunni að flest allir íbúar heils bæjarfélags yfirgefi heimili sín fyrirvaralaust eins og gerðist hér í nótt. Enginn nema Guð einn veit Það er þakkarefni að náttúruham- farirnar hafa ekki valdið mann- tjóni eða slysum og einnig ber að þakka hugarró Vestmanneyinga gagnvart þessum válegu atburðum og síðast en ekki síst gifturíka framkvæmd við flutningana. Ég leyfi mér að þakka öllum sem hér hafa að unnið. Fyrir þessum fundi liggur engin dagskrá en að sjálfsögðu eru náttúruhamfarirnar umræðuefnið. Við reynum að bjarga því sem bjargað verður, gera þær ráð- stafanir sem í okkar valdi eru til hjálpar og varnar þeim ósköpum sem hér steðja að. Enginn nema Guð einn veit, hvaða stefnu eldgosið tekur en augljóst er að byggðin og höfnin eru í hættu. Við getum í því efni aðeins beðið og vonað að okkur verði forðað frá tortímingu og að fólkið fái sem fyrst að koma heim til að lifa og starfa. Það er okkar bæn. Á fundinum færði bæjarstjórn þakkir til allra sem komu að því að flytja á brott Vestmanna- eyinga. Koma þurfti skilaboðum til skipstjórnarmanna um að þeir yrðu sjálfir að meta hvort þeir eigi að leita hafnar í Eyjum. Einnig kemur fram að flytja þurfi þá bæjarbúa sem ekki hafi verið falin sérstök skyldustörf og voru enn í Eyjum. Ákveðið var að fara þess á leit við Almannavarnir að varðskip, Herjólfur og fleiri skip fari ekki frá Eyjum fyrst um sinn. Einnig fór bæjarstjórn þess á leit að lögreglan, slökkviliðið, sveit Björgunarfélagsins og félaga í Hjálparsveit skáta yrðu eftir í bænum fyrst um sinn. Þá fól bæjarstjórn bæjarstjóra að athuga með flutning á búfé af eyjunni. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir „Ég fékk örlítið á tilfinninguna að við værum stödd í Landakirkju, því mörg andlitin sem voru í kirkjunni, man ég eftir úr því samhengi. Tónlistin var yndisleg, ávarp Írisar bæjarstjóra áhrifaríkt og ekki síður prédikun hr. Karls, biskups,“ sagði séra Þorvaldur Víðisson, prestur Bústaðakirkju og fyrrum prestur í Landakirkju um Eyjamessu sem haldin var í kirkjunni síðasta sunnudag. Var kirkjan þéttsetin. Þar var þess minnst að þann 23. janúar eru fimmtíu ár frá upphafi goss á Heimaey 1973. Karl Sigurbjörns- son var prestur í Vestmannaeyjum þegar gosið hófst. „Svo má kannski segja að kirkjan sé gjarnan vettvangur stórra viðburða í lífi einstaklinga og samfélags. Við komum til kirkju til að gleðjast en einnig syrgja og vinna úr erfiðri reynslu. Svona minningar- og þakkarstund er liður í slíkri úrvinnslu, tel ég. Guðrún Erlingsdóttir, sem er í stjórn ÁTVR, minntist á aðstoð Norðmanna, sem var gríðarlega rík. Svo leiddi hún mjög áhrifa- ríkt samtal í safnaðarheimilinu, yfir kaffisamsætinu, þar sem hún spurði systkinin Guðrúnu og Guðlaug Sigurgeirsbörn sem voru 9 og 17 ára í gosinu spjörunum úr varðandi flóttann frá Eyjum og það sem við tók. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að hafa tekið þátt í þessu með þessu öfluga fólki,“ sagði séra Þorvaldur. Messan var haldin í samráði við ÁTVR, Átthagafélag Vestmanna- eyinga í Reykjavík. Heimaeyjar- gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi og var þess og giftusamlegrar björgunar á fólki og stórum hluta af eignum og endurreisn byggðarinnar minnst í þakkargjörð. Jónas Þórir organisti leiddi tón- listina og sungu félagar úr Kam- merkór Bústaðakirkju undir hans stjórn. Aðrir sem komu fram voru Helgi Hermannsson gítarleik- ari og söngvari, Gísli Helgason flautuleikari og Rósalind Gísla- dóttir söngkona. ÁTVR, annaðist veitingarnar í gosmessukaffi að guðsþjónustu lokinni. Gossins minnst í fjölmennri Eyjamessu í Bústaðarkirkju: Áhrifarík athöfn og yndisleg tónlist Karl í predikunarstól og séra Þorvaldur. Mynd: Ragnar Sigurjónsson. Loftmynd af hafnarsvæðinu 1973. Mynd: Svavar Steingrímsson Úr fundargerð bæjarstjórnar fyrir 50 árum: Þakkarefni að ekki varð manntjón

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.