Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Side 22

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Side 22
22 | | 19. janúar 2023 Það er jafn íslenskt og norðan næðingurinn í janúar að hand- boltaæði grípi íslensku þjóðina. Eyjamennirnir Elliði Snær Við- arsson og Hákon Daði Styrmisson hafa staðið í ströngu síðustu daga og nóg framundan hjá þeim félögum. Við fengum nokkra handboltaspekinga til að fara yfir mótið sem af er og spá í fram- haldið með okkur. HM í handbolta Sérfræðingarnir okkar: Bjartsýnir á framhaldið Hvernig finnst þér liðið búið að standa sig fram að þessu? Mér finnst liðið hafa verið gott heilt yfir. Það eru þarna mikil- vægar 15 mínútur á móti Ungverj- um sem fóru eins og þær fóru en annað hefur verið mjög gott. Eitthvað sem hefur komið þér á óvart gott eða slæmt? Elliði, Ýmir og Elvar Örn hafa komið mér skemmtilega á óvart í hjarta varnarinnar. Allir eru þeir viljugir, vinnusamir og duglegir og alltaf eru þeir að ná betur og betur saman. Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni því þeir eiga eftir að vera þarna saman næstu 10-15 árin og eiga bara eftir að verða betri. Hversu langt getur liðið náð á þessu móti og hvað þarf að gerast til þess? Liðið getur náð í verð- laun ef vörn og markvarsla smella saman. Ef náum upp varnarleik eins og hann var á móti Frökkum fyrir um ári síðan á EM, getum við vel unnið Svía í milliriðlinum og Dani í átta liða úrslitum. Er eitthvað annað lið sem hefur heillað þig á þessu móti? Hollendingarnir hans Erlings halda áfram að heilla mig. Það að horfa á Luc Steins leikstjórnanda þeirra spila handbolta er alltaf góð skemmtun. Í hvaða sæti spáir þú að íslenska liðið lendi? 3 sæti, skemmtunin er rétt að byrja! Hvernig finnst þér liðið búið að standa sig fram að þessu? Ég var mjög sátt með fyrsta leikinn á móti Portúgal. Þar var vörn og markvarsla góð sem voru kannski þeir þættir sem var einhver óvissa með fyrir mót. Sóknarlega spiluðu þeir oft frábærlega og skoruðu fullt af skemmtilegum mörkum og eins eftir hraðaupphlaup og seinni bylgju. Sömu sögu má segja um Ungverjaleikinn í 45 mínútur, en auðvitað voru úrslitin algjör von- brigði og svekkelsi. En þeir geta tekið fullt með sér úr þeim leik og lært og leitað lausna á því sem betur mátti fara. Mótið er nefni- lega alls ekkert búið og það er þessi klisja næsti leikur, nýr dagur og nýir möguleikar sem gildir. Ég væri hins vegar til í að sjá fleiri leikmenn spila þar sem ég held að það hafi sjaldan verið svona mikil breidd í liðinu með marga leik- menn í heimsklassa sem hafa allir ákveðin element sem hægt væri að setja inn í leikinn. Eins væri þá hægt að hvíla lykilmenn meira því þetta er langt og strangt mót. Ég væri líka til í að sjá þá leysa 6-5 kaflana sóknarlega aðeins betur. Eins hafa kannski verið fullmikið af tæknifeilum en það er auðvelt að laga það og kannski spilar spennustig þar inn í. Annars hrífst ég mjög af liðinu og stuðningnum sem það fær. Maður fær alveg gæsahúð. Eitthvað sem hefur komið þér á óvart gott eða slæmt? Okkar eini sanni Elliði. Hann og línumennirnir fengu smá gagnrýni fyrir mótið frá einhverjum sér- fræðingum. Mér finnst hann búinn að vera frábær. Þvílík orka sem hann gefur af sér inn í liðið og til áhorfenda. Hann greinilega þrífst á leikjum eins og þessum og það er unun að fylgjast með baráttunni í honum. Eins held ég að Bjöggi markmaður sé að eiga eitt af sín- um bestu tímabilum núna og það er að skila sér til landsliðsins líka. Eitt af því sem kemur mér svo sem ekkert á óvart en mig langar að nefna er að ég veit að ann- ar meistari frá Eyjum, Kjartan nokkur Vídó Ólafsson er með allt í teskeið, heldur vel utan um liðið og sinnir mörgu bak við tjöldin sem þarf að sinna í kringum svona mót. Ekki skemmir svo fyrir að hann mætir alltaf í sínu fínasta pússi á leikdögum. Ég held meira að segja að oft leynist smá auka orka í jakkafatavösunum hans ef einhver þarf á að halda (súkkulaði t.d.) Hversu langt getur liðið náð á þessu móti og hvað þarf að gerast til þess? Ég hef mikla trú á þeim eins og flestir Íslendingar og þeir sjálfir. Liðið er í mikilli sókn og ég hlakka til að fylgjast með þeim núna og í framtíðinni. Ég tel að þeim séu allir vegir færir og hef fulla trú á að þeir geri eins og Íslendingar gera best og fari fjallabaksleiðina langt í mótinu. Þeir fá tiltölulegan þægilegan milliriðil og ég ætla meira að segja að spá að þeir vinni Evrópumeistara Svía á þeirra eigin heimavelli í Gautaborg í milliriðlinum. Er eitthvað annað lið sem hefur heillað þig á þessu móti? Þar sem ég bjó bæði í Svíþjóð og Noregi þá fylgist ég alltaf extra vel með þeirra liðum. Og fyrir utan Ísland þá held ég með Svíum. Annars er alltaf gaman að fylgjast með þjóðum utan Evrópu á HM og Egyptarnir eru t.d bara með flott lið. Grænhöfðaeyjar verða svo líklega með Íslandi í millriðli og ég er spennt að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Í hvaða sæti spáir þú að íslenska liðið lendi? Þó ég sé bjartsýn og spái þeim góðu gengi þá ætla ég samt sem áður að segja að 8-liða úrslitin verði erfið og þeir tapi þar, vinni svo rest og enda í 5.sæti sem er bara góður árangur þegar upp er staðið. Sunna Jónsdóttir landsliðskona og fyrirliði ÍBV: Okkar eini sanni Elliði búinn að vera frábær Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna: Við þurfum ekki að kvíða framtíðinni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.