Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Qupperneq 7
2. mars 2023 | | 7 ALLA LEIÐ Veður hafði áhrif á kirkjusókn um jólin Guðmundur Örn sagði að öllu jöfnu væri kirkjusókn mest um jólin en veður og færð hafi sett strik í reikninginn í vetur. „Á jóladag komu einungis 49 manns sem samanstóð að mestu af félög- um úr Lúðrasveit Vestmannaeyja og Kór Landakirkju. Þann dag höfðu bæjarbúar verið hvattir til að halda sig heima. Þeir sem létu sig hafa það og ösluðu snjóinn til kirkju urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Í venjulegu árferði hefðum við verið að sjá milli 130 til 180 manns. Fjölmennustu messur síðasta árs voru Sjómannamessa 100 manns, Goslokamessa 147 manns og Allraheilagramessa 106 manns. Auðvitað voru fermingarguðs- þjónustur vel sóttar og eins er oft fjölmenni við brúðkaup og jarða- farir en tölu í þessum athöfnum eru ekki teknar inní aðsóknartölur í ársskýrslunni.“ Óvenju mörg fermingarbörn Árið 2022 skírðu prestar Landa- kirkju 51 barn og 64 börn voru fermd, sem er óvenju mikið miðað við undanfarin ár þar sem fermingarbörn hafa verið frá 38 til 55. „Árið 2007 fermdi ég í fyrsta skipti í Landakirkju og það ár fermdi ég 81 barn en síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt þar til á síðasta ár. Brúðkaup í Landa- kirkju voru tólf sem er svolítið undir meðaltali, en þó einu fleira en árið á undan. Útfarir voru 35 frá Landakirkju.“ Ýmislegt er það sem stendur uppúr í starfi Landakirkju frá liðnu ári, en einna hæst ber líklega vísitasía biskups að mati Guð- mundar Arnar. Þetta er fyrsta vísi- tasía biskups til Vestmannaeyja í um 30 ár. Slíkar vísitasíur eiga að vera á tíu ára fresti, samkvæmt starfsreglum biskups. Auk hins hefðbundna starfs tóku prestar og æskulýðsfulltrúi á móti 488 krökkum úr leik- og grunn- skóla á aðventunni, sjötti bekkur sýndi helgileikinn og var kirkjan troðfull. „Rétt er að geta þess að for- eldramorgnar í Landakirkju hafa verið mjög vel sóttir, en það var hún Sunna Kristrún Gunnlaugs- dóttir sem hafði umsjón með þeim fram á vor 2022. Þá tók Heba Dögg Jónsdóttir við og kvenfélagskonur hafa svo séð um bakkelsið,“ sagði Guðmundur Örn að lokum. Reksturinn í járnum Tekjur Landakirkju voru 40,9 milljónir og gjöld voru 41,7 millj- ónir og var tap ársins 616 þúsund krónur. Fyrir utan afskriftir fastafjármuna var örlítill hagn- aður á rekstri ársins. Fyrir utan hefðbundinn rekstur var ráðist í nokkur nauðsynleg viðhaldsver- kefni á Safnaðarheimilinu sem urðu þess valdandi að reksturinn endaði í mínus. Tekjur Kirkjugarðs Vestmanna- eyja voru 23,9 milljónir og gjöld voru 20,2 milljónir. Hagnaður var af reglulegri starfsemi að fjárhæð 6 milljónir en 13,5 milljónir voru greiddar vegna stækkunar garðsins á árinu og var því endan- leg niðurstaða 7,5 milljón króna tap af rekstri garðsins á árinu. Hluti fundarmanna á aðalfundi sem haldinn var í Safnaðarheimilinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.