Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Qupperneq 9
2. mars 2023 | | 9
dropa sem við tökum inn af vatni
hundrað sinnum. Til þess þarf
öflugan hreinsibúnað og fræðilega
getum við nýtt vatnið enn betur.
Auk þess erum við búnir að gera
samning um kaup á svokölluðum
RO síum þar sem sjó er þrýst í
gegnum og út kemur ferskt vatn.
Búnaðurinn getur afkastað sex
lítrum á sekúndu. Rofni vatns-
leiðslan frá landi getur fólk
skroppið í sturtu hjá okkur.
Þannig að við erum með bæði
belti og axlabönd í vatnsmálum
enda má ekkert út af bera.“
Eitt hundrað manna
vinnustaður
Hallgrímur telur að um 100
manns vinni við stöðvarnar
þegar þær verða komnar í fullan
gang. „Við gerum ráð fyrir að tíu
manns hafi umsjón með seiða-
eldisstöðinni og um 50 vinni við
stöðina í Viðlagafjöru. Auk þeirra
verða stjórnendur og starfsfólk í
sláturhúsi við vinnslu og pökkun.
Ef við horfum tíu ár fram í tímann
gætum við verið að tala um 100
manns. Auk þess bætast við
afleidd störf þannig að starfsemi
ILFS er góð innspýting í bæjarfé-
lagið,“ sagði Hallgrímur.
Það er margt sem þarf að hafa
í huga í eldi og þar er hreinlæti
og sjúkdómavarnir efst á blaði
og er ekkert til sparað. Í seiða-
eldsstöðinni fara hrogn og seiði
milli kerfa. Í flutningum þarf að
huga að aðlögun á báðum endum
og sama gildir í eldisstöðinni
sem er endastöðin. „Hreinlæti er
mikið forgangsmál og er nýjasta
tækni nýtt til að ná sem bestum
árarangri. Það kallar á fólk með
tækni- og líffræðiþekkingu. Bæði
til að sinna fiskinum og lífssíun-
um sem eru lykilatriði í endurnýt-
ingu vatns,“ segir Hallgrímur.
Seiðaeldisstöðin er 6000 fermetrar
að grunnfleti, tvær heilar hæðir og
sú þriðja hálf fyrir miðju húsinu.
Þar er seiðaeldið með sínum
flókna búnaði og skrifstofur.
Starfsfólk með fjölbreytta
menntun
„Í fyrirtækjum í þessari grein er
fólk með fjölbreytta menntun.
Sumir sérhæfa sig í vatnsgæðum,
líffræðingar fylgjast með öllu
hvað varðar fiskinn, lífssíurnar
og vatnið. Þetta verður blanda af
fólki með tækni-, fiskeldis- og
háskólamenntun. Fiskeldisfræðin
er blanda af líffræði, efnafræði
og námi í rekstri. Til að allt
gangi upp þarf fólk með alhliða
kunnáttu og áhuga á starfinu.“
Í janúar voru boraðar holur í
Viðlagafjöru til að kanna hversu
mikið af sjó er hægt að vinna á
sjálfbæran hátt úr jörðu og til að
meta gæði og hitastig. Hallgrímur
segir að fyrstu niðurstöður lofi
góðu. Sjórinn er rétt um ellefu
gráður, er á 95 metra dýpi og
henti mjög vel til eldis. Gert er
ráð fyrir 20 til 30 holum.
Fyrsta einingin klár
haustið 2024
Í Viðlagafjöru verða átta tankar
í fjórum eldiseiningum og sex
tankar til að taka á móti seiðum
og sem sláturtankar. „Fyrsti áfangi
er átta tanka eining sem verður
klár haustið 2024 gangi allt eftir.
Næstu skref eru ein eining á ári en
á lóðinni sem við höfum í dag er
gert ráð fyrir fjórum eldiseining-
um, alls 32 tönkum. Það er bratt
en metnaður okkar er að ljúka
þessu á fjórum árum. Á lóðinni
sunnar í fjörunni gætum við bætt
við tveimur kerfum en þá er hugs-
að til lengri tíma.“
Hrognin sem tekin verða inn í
haust verða tilbúin til áframeld-
is sumarið 2024. „Næsta vetur
ætlum við að vera tilbúnir með
fyrstu eininguna, hús fyrir súrefn-
isframleiðslu, fóðurgeymslu og
hús fyrir slátrun og vinnslu. Þetta
þarf allt að vera tilbúið á sama
tíma þannig að fyrsti áfanginn er
langstærstur.“
Tugir milljarða
Hallgrímur reiknar með að
um 100 manns vinni við upp-
bygginguna í Viðlagafjöru og
25 til 30 við seiðaeldishúsið.
„Ég held að þetta sé langstærsta
einstaka framkvæmd í sögu
bæjarins. Varlega áætlað má gera
ráð fyrir 5000 tonnum af laxi á ári
úr hverju kerfi og verðmætin eru
ótrúleg. Í dag er verð á slægðum
laxi í kringum 1400 krónur á
meðan kílóið á þorski er í kring-
um 600 kall.“
Aðspurður um kostnað og
fjármögnun sagði Hallgrímur
að stefnt sé á að auka hlutafé á
næstu mánuðum. „Það þarf að fá
nýja fjárfesta inn og við höfum
alltaf haft það markmið að bjóða
Vestmannaeyingum að vera með
okkur. Þeir eru okkar fyrsti kostur.
Hver kostnaðurinn verður liggur
ekki endanlega fyrir en við erum
að tala um tugi milljarða.“
Varaafl til staðar
á báðum stöðum
Mikil umræða er um stöðu
orkuflutnings til Eyja eftir að
rafstrengurinn frá landi til Eyja
bilaði í vetur. Hallgrímur segir þá
meðvitaða um stöðuna en varaafl
verður til staðar á báðum stöðum.
„Þó miðast orkumál stöðvarinnar
við að forgangsorka verði keypt.
Fyrir okkur eru umfangsmiklar
umbætur á kerfi Landsnets til
Vestmannaeyja í Lækjartúni, á
Rimakotslínu og vonandi tveim
nýjum sæstrengjum mjög góðar
og mikilvægar fréttir.
Þannig verður fyrirtækið alltaf
fært um að koma í veg fyrir tjón
þegar bilanir verða. Í vor verður
byrjað að leggja tvo jarðstrengi
frá háspennustöð Landsnets og
HS Veitna hér í Eyjum út í Við-
lagafjöru þannig að við verðum
með hringtengingu hér innanbæjar
frá fyrsta degi,“ sagði Hallgrímur
að lokum.
„Það er frábært fyrir sveitarfé-
lag eins og Vestmannaeyjar að
fá þetta inn í flóruna hjá okkur.
Eitthvað sem við erum góð í er
allt sem snýr að fiski. Af þeirri
stærðargráðu sem við fyrir
einhverjum árum hefðum ekki
látið okkur detta í hug að væri
hægt að framkvæma hér í Eyj-
um,“ sagði Íris Róbertsdóttir,
bæjarstjóri þegar hún ávarpaði
gesti í Viðlagafjöru.
Hugmynd verður
að veruleika
„Þetta verkefni hefur verið í
vinnslu í yfir þrjú ár og varð
til þegar Daði og Hallgrím-
ur hvor í sínu lagi gældu við
hugmynd um að þróa laxeldi
hér í Vestmannaeyjum. Þeir
náðu saman og verkefnið tók
flugið. Ekki síst með stuðningi
frá sveitarfélaginu, starfsmönn-
um Vestmannaeyjabæjar og
nú er hugmyndin að verða að
veruleika. Við erum komin með
flest þau leyfi sem þarf til að
hefja framkvæmdir og fram-
leiðslu á fiski til framtíðar,“
sagði Lárus Ásgeirsson, stjórn-
arformaður (ILFS) þegar fyrsta
skóflustungan var tekin.
Lárus sagði það tákrænt að
eftir að hafa sótt fisk í sjó um
aldir væri nú verið að taka
sjóinn og framleiða matvæli á
landi. Eftirspurnin er fyrir hendi
og sjóinn fá þeir úr borholum
í fjörunni. „Starfsemin verður
græn þar sem allar afurðir verða
nýttar og líka allur úrgangur,“
sagði Lárus að endingu.
„Ég vil tileinka þessa stund
minningu Matthíasar Sveins-
sonar, vélstjóra og frænda míns
en við störfuðum saman í 50
til 60 ár á sjó og í landi og öllu
fólkinu sem hefur starfað með
mér í gegnum tíðina,“ sagði
Sigurjón Óskarsson, skipstjóri
og útgerðarmaður þegar hann
tók fyrstu skóflustunguna
„Nú erum við á svæði sem
var ekki til fyrir 50 árum. Hver
hefði trúað því að nú værum við
að fara í fiskeldi á þessum sama
stað. Ég vil þakka Daða Páls,
Hallgrími og Lárusi fyrir þeirra
framtak og ekki síður Írisi
Róbertsdóttur og bæjarstjórn-
inni fyrir að standa með okkur,“
sagði Sigurjón.
Sigurjón og fjölskylda standa
að baki verkefninu og um leið
og nýr kafli hefst í atvinnusögu
Vestmannaeyja lýkur öðrum.
Sigurjón og hans fólk hefur selt
Vinnslustöðinni útgerðina Ós
sem gerir út togarann Þórunni
Sveinsdóttur VE og fiskvinnsl-
una Leo Seafood.
Útgerðarsaga fjölskyldunnar
hófst þegar Óskar Matthíasson
keypti Nönnu VE 1946, síðar
Leó VE 400 og Þórunni Sveins-
dóttur VE 401 og er núverandi
Þórunn sú þriðja í röðinni. Hafa
þeir feðgar sem sóttu sjóinn,
Óskar, Matthías, Sigurjón,
Kristján og Leó og allir verið
bæði farsælir skipstjórar og
aflamenn.
Á landi sem ekki var
til fyrir 50 árum
Íris bæjarstjóri
Berið hag okkar
fyrir brjósti
Sigurjón tekur fyrstu
skóflustunguna.