Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Side 12
12 | | 2. mars 2023 Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) hefur vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 2008. Tók mikinn kipp upp á við eftir að það flutti í Fiskiðjuna árið 2019 þar sem Setrið hefur aðra og þriðju hæðina til afnota. Þar er fjöldi stofnana og fyrirtækja með fjölbreytta starfsemi. Aðstaðan er til fyrirmyndar og í Setrinu hefur orðið til skemmtilegt og fjölskrúð- ugt samfélag fólks með allskonar þekkingu og frá öllum heimshorn- um. Undir merkjum Þekkingarset- ursins er líka unnið að nokkrum spennandi verkefnum og eitt þeirra er vísindarannsóknir og veiðar á rauðátu við Vestmanna- eyjar. Hugmyndin að því kviknaði þegar Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri ÞSV var að velta því fyrir sér hvernig stæði á því að lundar sem væru á safninu hjá Sea Life væru með gráa fætur og litlítinn gogg. Eftir athuganir þótti líklegt að ástæðan væri sú að fæða þeirra væri of einhæf og í hana vantaði krabbadýr sem væru litarefnarík. Fæða lundans er eins og allir vita síli sem aftur lifir á rauðátu sem lundinn sækir einnig í og gefur goggnum og fótum lit. Er þetta rétt. Til að bæta úr þessum skorti á litarefnum var ákveðið að ná í smávegis af rauðátu til að lundarnir á safninu fengju sína fyrri reisn og litu ekki út eins og ofvaxnar lundapysjur. „Fiskiðjan (byggð 1950) var eitt af stóru fiskvinnslustöðvunum fjórum sem var í Vestmannaeyj- um fyrir gos mikil bygging þar sem gífurleg starfsemi fór fram. Tímarnir liðu og tæknin jókst og vinnslan breyttist. Fiskvinnslan varð tæknivæddari sem þýddi færri hendur við vinnsluna og húsnæðið óhentugt. Fiskvinnslu var því hætt en áfram var líf í húsinu,“ sagði Hörður. „Meðal annars æfðu hér hljóm- sveitir og það starf var mjög blómlegt en óhjákvæmilega grotnaði húsið niður. Það endaði með að bærinn keypti húsið á hagstæðu verði. Það var mjög illa farið og orðinn lýti á bænum. Þar var framsækið fólk sem sá tækifæri í að nýta húsið. Finna því hlutverk þar sem aðsetur Setursins er og nú er það bæjarprýði,“ sagði Hörður, framkvæmdastjóri Þekk- ingarsetursins. Á besta stað í bænum Sea Life Trust er með neðstu hæð- ina sem er heimili mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar og Fiskasafns Vestmannaeyja. Á annarri hæðinni er fjölbreytt starfsemi og Fab Lab smiðjan er fyrirferðamikil á þeirri þriðju. „Fiskiðjan er á besta stað í Vestmannaeyjum og hentar fyrir allskonar starfsemi eins og sjá má í dag. Til dæmis er hér innandyra ein stærsta sundlaug Evrópu sem er heimili mjaldranna. Fiskiðjan var byggð á þeim tíma þegar notast var við Sjóveituna sem varð til árið 1930. Mikil framkvæmd og stór á sínum tíma og breytti miklu. Fram að því var stóra vandamálið að ekki var hægt að þvo fiskinn eins og vera ber. Sjá má hálfan sjóveitu- tankinn undir hrauninu ofan við Skansinn. Borað var eftir sjó víða við höfnina og holan sem nýttist bæði Ísfélagi og Fiskiðju er undir Vigtarbakaríinu og í dag sér hún sundlauginni fyrir sjó. Önnur sem hægt er að grípa til er við norð- austur hornið á Miðstöðinni.“ Framsýni og aftur framsýni Hörður segir það framsýna menn sem lögðu grunninn að Sjóveit- unni. „Það þurfti líka framsýni þegar Fiskiðjunni var fundið nýtt hlutverk og við erum svo heppin að enn er framsýnt fólk við stjórn- völinn í Vestmannaeyjum. Hreinn sjórinn úr borholunum býður líka upp á umfangsmiklar rannsóknir á sjávarlífverum hér í húsinu. Aðstaðan er til staðar og nú lýsi ég eftir verkefnum.“ Hörður, vann sem ungur maður í Fiskiðjunni og rifjar upp hvernig hlutunum var fyrirkomið þar á árum áður. „Á neðstu hæðinni, þar sem Sea Life er nú var móttaka fyrir fisk, á annarri hæðinni voru tugir kvenna að hreinsa fisk og snyrta og á þeirri þriðju þar sem Fab Lab smiðjan er var flökunar- salurinn. Ekki má gleyma snyrti- legum og ilmandi beinakössunum fyrirtækjanna sem voru í sundinu á móti Miðstöðinni. Á þessum tíma var talað um Fiskiðjuna sem eitt glæsileg- asta og tæknivæddasta frystihús landsins. Í dag er komið í sama hús eitt fullkomnasta og langbesta þekkingarsetur landsins. Byggt á svita og tárum eldri kynslóða. Já, við byggjum á sterkum grunni. Engli, sem við þekktum sem Engla í Fiskiðjunni sem kvaddi fyrir nokkrum árum sést hér iðulega á göngunum í sama bláa í sloppnum.“ ÞSV hýsir 20 fyrirtæki og stofnanir „Mörg þeirra eru með hverskyns rekstur. Við eigum þrjá báta sem nýtast við allskonar rannsóknir á sjó hér við eyjarnar. Hér er Pysjueftirlitið sem vakið hefur heimsathygli og Erpur og hans fólk stýra líka rannsóknum á sjósvölunum í Elliðaey sem eru einstakar á heimsvísu.“ Rauðátuverkefnið Stóra verkefnið hjá Herði er svo rauðátan sem hann byrjaði að vinna að á síðasta ári ásamt færustu vísindamönnum lands- ins á þessu sviði. Við reyndum aðeins fyrir okkur í fyrra með afar jákvæðum árangri. Afurðir úr rauðátu eru auðseljanlegar bæði sem fóður fyrir laxa og einnig er lyfjaiðnaðurinn spenntur fyrir afurðum átunnar í lyf eins og við sykursýki og offitu svo einhver dæmi séu nefnd. Við erum í samstarfi við marga aðila eins og Ísfélagið og Vinnslustöðina hér í Eyjum, Háskóla Íslands og norskt fyrirtæki, Calanus AS í Tromsö, sem hafa stundað rannsóknir og veiðar á rauðátu síðan 1959. Norðmennirnir heimsóttu okkur í fyrra og nú erum við á leið til þeirra í byrjun næsta mánaðar. Við höfum fengið útgerðarfélag Bylgj- unnar VE til liðs við okkur til tilraunaveiða í sumar og í landi er öll aðstaða til að vinna rauðátuna. Við fengum 5000 tonna kvóta en rauðátan er hér í milljónum tonna allt í kring á sumrin þannig að það er stutt á miðin. Gangi allt upp verður vonandi til enn ein stoðin undir blómlegt atvinnulíf í Vest- mannaeyjum í framtíðinni“. Hörður nefndi líka verkefni sem er verið að vinna í sem líta mjög vel út. Þau verði Eyjamönnum til heilla og segir hann framtíðina bjarta. Þekkingarsetrið Byggir á traustum grunni kynslóðanna: Fjölskrúðugt samfélag fólks frá öllum heimshornum Byggt á svita og tárum eldri kynslóða Athyglisverð verkefni ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is Þétt setin kaffistofan í Þekkingarsetrinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.