Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 14
14 | | 2. mars 2023 Staðan í raforkumálum okkar Eyjamanna hefur lítið breyst síðustu vikur og senn nálgast hápunktur loðnuvertíðarinnar þegar hrognavinnsla fer á fullan skrið með tilheyrandi orkuþörf. Eins og staðan er í dag þá er rafmagn að berast til Eyja um sæstrengina VM1 og VM23 sem er bráðabirgða- tenging frá landi. Það sem upp á vantar er síðan framleitt með olíu en stundum uppfylla strengirnir alveg orkuþörfina. Í dag eru fimm færanlegar raf- stöðvar í Vestmannaeyjum auk þess sem HS Veitur geta keyrt sitt varaafl. Það er því ljóst að þó svo að truflanir fyrir Eyja- menn af þessum völdum hafi verið í lágmarki þá má lítið út af bregða til þess að staðan versni til muna. Það hefur verið gestkvæmt í Vestmanna- eyjum síðustu daga vegna þessara mála og við ræddum við nokkra aðila sem standa í ströngu þessa dagana. Starfshópur skipaður um rafmagnsmál Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, var á ferð í Vestmannaeyj- um í liðinni viku til þess að funda með bæjaryfirvöldum og hags- munaaðilum um þá stöðu sem komin er upp í afhendingarmálum á rafmagni til Vestmannaeyja. Hann sagði í samtali við Eyjafrétt- ir þessa fundi hafa verið gagnlega og hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. „Það var greinilegt á heimamönnum að það er þungt í þeim hljóðið eins og eðlilegt er enda aðstæðurnar alvarlegar. Það var þó ánægjulegt að finna að það er fullur vilji hjá Eyjamönnum um að leggja sitt af mörkum við að finna varanlega lausn á þessum vandamálum með yfirveguðum hætti.“ Guðlaugur Þór hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur í rafmagns- málum til skemmri og lengri tíma. Árni Sigfússon mun leiða starf hópsins en auk hans taka sæti í hópnum Íris Róbertsdóttir og Gísli Stefánsson. „Það er mikil- vægt að fá heimamenn að borðinu og greinilegt að bæjarstjórnin er vel að sér í þessum málum. Við höfum stofnað viðlíka hópa víða um land um málefni ákveðinna svæða með góðum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Gert er ráð fyrir að hópurinn hefji störf sem fyrst. Gott samstarf við bæjarstjórn og almannavarnir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets var einnig á ferðinni í Eyjum þennan sama dag og tók meðal annars þátt í íbúafundi í Eldheimum þar sem rafmagnsmál voru meðal annars til umræðu. „Það var mjög gott að fá tækifæri til að hitta íbúa og ráðamenn í Vestmannaeyjum og fara með þeim yfir stöðuna. Við áttum gott samtal, fengum góðar ábendingar og spurningar sem okkur var ljúft og skylt að svara. Við fórum yfir þær aðgerðir sem við höfum ráðist í til að tryggja aðgengi og öryggi á raforku í Vestmannaeyjum meðan á viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 stendur. Við höfum fjölgað varastöðvum í Eyjum og gert bráðabirgða streng úr tveimur biluðum til að auka orkuflutning til Eyja. Í góðri samvinnu við HS Veitur höfum við bætt ferlið við rekstur kerfisins. Við fórum einnig yfir þær framkvæmdir sem við höfum þegar ráðist í til að styrkja tengingu Vestmannaeyja betur við meginkerfið ásamt áætlunum okkar um lagningu á nýjum streng til Eyja, Vestmannaeyjastreng 4. Við höfum átt mjög gott samstarf við bæjarstjórn og Almannavarnir og lagt okkur fram við að upplýsa opið stöðuna eins og hún er á hverjum tíma. Undirbúningur fyrir viðgerð er á fullu og við muna fara í hana eins fljótt og mögulegt er. Við höfum öflugt teymi af inn- lendum og erlendum sérfræðing- um sem eru að skipuleggja við- gerðina. Það þarf margt að ganga upp og meðal annars þurfum við góðan veðurglugga fyrir aðgerðir á sjó. Við erum að gera allt sem við getum til að flýta viðgerð og um leið að tryggja rafmagn í Eyjum,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets í samtali við Eyjafréttir. Munum hafa áhyggjur af stöð- unni þar til viðgerðum er lokið „Íbúafundurinn var góður og gagnlegur til að upplýsa íbúa um stöðuna og framhaldið,“ sagði Páll Erland forstjóri hjá HS Veit- um í samtali við Eyjafréttir. Hann segir hljóðið í heimamönnum og hagsmunaaðilum hafa verið ágætt þó skiljanlega séu margir ósáttir við að strengurinn hafi bilað og vilja að sæstrengsmálin til Vestmannaeyja verði komin í ásættanlegt horf hið fyrsta. „Það er eðlilegt, bilunin í flutnings- streng Landsnets til Vestmanna- eyja er mjög alvarlegt mál því við það veldur truflun á flæði rafmagns til íbúa og atvinnulífs í Eyjum. Hins vegar hefur kunnátta og útsjónarsemi starfsfólks Landsnets og HS Veitna gert það að verkum að áhrifin af biluninni eru mun minni en þau hefðu getað orðið. HS Veitur eru með dreifiveituna en þurfa að treysta á sæstrengi Landsnets til að fá raforku til Eyja.“ Í dag er búið að koma því þannig fyrir að heimilin og fyrirtækin sem eru á forgangs- flutningi fá orku yfir sæstrengi sem notaðir verða til bráðabirgða að sögn Páls. „Hins vegar er atvinnulífið í Eyjum að nota heil- mikla orku til viðbótar, sér í lagi nú þegar loðnuvertíðin er hafin. Það veldur fyrirtækjunum, og í raun þjóðarbúinu, umtalsverðum viðbótarkostnaði. Við munum hafa áhyggjur af stöðunni þar til búið verður að ljúka viðgerðum á strengnum, sem kannski næst ekki fyrr en í sumar. Landsnet hefur síðan gefið út að fyrirtækið stefni Staðan er alvarleg Guðlaugur Þór Þórðarson og Íris Róbertsdóttir. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets á íbúafundi í Eldheimum. Páll Erland forstjóri hjá HS Veitum á íbúafundi í Eldheimum. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.