Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 8
8 | | 9. nóvember 2023 Ekki færri en tólf viðburðir voru í boði á Safnahelgi sem stóð frá fimmtudegi fram á sunnudag. Hver öðrum glæsilegri, sannkölluð menningarveisla og þeim til sóma sem að henni stóðu. Safnahelgi vex ásmeginn með hverju árinu eins og sést á þessari umfjöllun Eyjafrétta. Safnahelgin sannkölluð menningarveisla Í Eldheimum á fimmtudags- kvöldið voru mættar tvær stórkanónur í bókmenntaheimin- um. Þar las Auður Jónsdóttir úr nýútkominni bók sinni, Högni. Yrsa Sigurðardóttir hafði kynnt sér lífið um borð í uppsjávarskipi frá Vestmannaeyjum og úr varð ný glæpasaga, Frýs í æðum blóð. Til að kynnast lífinu um borð í fiskiskipi fór hún með manni sínum einn loðnutúr á Gullbergi VE með Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn. Hún sagði túrinn hafa verið ánægjulegan í alla staði. Ljúfir drengir í áhöfn höfðu líka sín áhrif. Upplýsti Yrsa að Frýs í æðum blóð væri ekki eins blóðug og fyrri bækurnar tvær í þríleiknum um Karólínu og félaga. Stella Hauksdóttir átti sér mörg andlit og skildi m.a. eftir sig merkilegt safn laga og texta. Lög sem tilheyra þeim mikla bálki sem Eyjalögin eru. Tveir diskar með lögum Stellu eru Stella og Trúður í felum þar sem rjóminn af íslensku tónlistarfólki kom við sögu. Þar voru Tómas heitinn Tómasson bassaleikari og Andrea Gylfadóttir söngkona fremst með jafningja. Stella, sem lést árið 2015, var baráttukona, söngva- skáld og mikil Eyjakona. Stellu var mikill sómi sýndur á tónleikum Bíóbandsins í Eldheim- um á föstudagskvöldið. Bíóbandið skipa Magnús R. Einarsson, Andrea Gylfadóttir, Ásgeir Tóm- asson, Eðvarð Lárusson og Diddi í Logum. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður Stellu. Þar var fram borin fram hver perlan af annarri af frábæru tónlistarfólki þar sem Andrea fór á kostum. Fullsetinn salurinn var vel með á nótunum og ljóst að Stella er hluti af Eyja- hjartanu. Í seinni hlutanum var leitað til ársins 1963 þegar Surtseyjargosið hófst. Þar var brugðið á leik með lögum ársins þar sem Bítlarnir, Rollingarnir og Dylan áttu sinn sess. Gestasöngvarar voru Elva Ósk Ólafsdóttir, Þórarinn Ólason og Glódís Gunnardóttir og úr varð hressileg stemning sem allir nutu, ekki síst tónlistarfólkið sem skemmti sér við að flytja gömlu smellina. Stórkanónurnar Auður og Yrsa kynntu bækur sínar Áhöfnin á Gullbergi mætti: Halldór G. Guðmundsson, Halldór F. Alfreðsson, Ólafur Þór Þórhallsson eiginmaður Yrsu, Yrsa, Jón Atli Gunnarsson, Valur Már Valmundsson, Ólafur Már Harðarsson, Theodór H. Guðmundsson, Hafsteinn Gísli Valdimarsson. Lög Stellu Hauks í aðalhlutverki Fullsetinn salurinn var vel með á nótunum. Bíóbandið fór á kostum í flutningi á lögum Stellu Hauks. Lögin frá 1963 lifnuðu við í flutningi Bíóbandsins og gesta. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.