Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Side 9
9. nóvember 2023 | | 9 Það var ekki í kot vísað á Bókakynningu í Einarsstofu á laugardaginn þar sem rithöf- undarnir Eva Björg Ægisdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Vilborg Davíðsdóttir lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum. Bók Evu Bjargar er Heim fyrir myrkur er saga um mannshvarf og glæp. Hún sló í gegn með bókinni, Marrið í stiganum. Nanna skiptir um gír og fer úr matreiðslubókum yfir í bókina Valskan sem rekur sögu formóður hennar sem uppi var í Móðuharðindunum. Vilborg hefur skrifað merkar bækur þar sem segir sögu fólks á landsnámsöld, í Noregi, Orkneyjum, Írlandi og Íslandi á landsnámsöld. Nú fer hún í austurveg í Landi Næturinnar. Börnin fengu sitt á Safnhelgi. Á laugardaginn var opnuð á Bókasafninu sýningin, Einar Áskell 50 ára. Farandsýning í samstarfi við sænska sendiráðið. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja nýttu tækifærið og kynntu næsta verk LV, Söguna af Gosa sem félagið frum- sýnir nú í nóvember. Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á sunnudaginn. Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórs- dóttir barnabarn Gísla opnuðu sýninguna og fóru yfir tilurð hennar. Merk sýning og áhug- verð um mann sem hafði mikil áhrif á blaðamennsku á Íslandi. Einn af stærri viðburðum Safna- helgar er sýning Gíslínu Daggar Bjarkadóttur í Eldheimum. Sýninguna kallar hún Hugur minn dvelur hjá þér – Heimaey 1973. Verkin tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið með tilliti til náttúrunnar og mannfé- lagsins. Vestmannaeyjabær var heiðurs- gestur Menningarnætur í Reykja- vík í sumar í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Var sýning Gíslínu Bjarkar meðal viðburða Menningarnætur. Ólíkar bækur en áhugaverðar Vilborg, Eva Björg og Nanna eiga sinn þátt í að gera Safnahelgina 2023 eftirminnilega. Myndina tók Þorsteinn Ólafsson við opnun sýningarinnar í Reykjavík. Útskýringa er ekki þörf. Einar Áskell og Gosi Talast á við eldgosið 1973 Merkileg sýning um einstakan mann

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.