Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Síða 13
9. nóvember 2023 | | 13 Spurt og svarað : Þát t takendur í Sk já l f ta 2023 Júlí Bjart Sigurjóns Hvert er þitt hlut- verk í Skjálfta? Mitt hlutverk í skjálfta er að ég er danshöfundur í atriðinu og er líka í búningavinnunni og er að gera bún- inga fyrir atriðið. Hvað finnst þér Skjálfti hafa gert fyrir þig? Það sem mér finnst að skjálfti hafa gert fyrir mig er að ég þori að koma fram við annað fólk og segja skoðunina á hlutum t.d eins og að skoðunina á búningum fyrir atriðið. Hefur farið mikill tími og vinna í undirbún- ing? (hvað hefur tíminn verði nýttur í) JÁ! Við stelpurnar erum búnar að vera á fullu í að stússast í þessu meistaraverki okkar að við erum farnar að hittast sumar eftir skóla og pæla í dönsum og svoleiðis :) Er eitthvað sem þú hefur lært í Skjálfta sem mun nýtast þér í framtíðinni? já ég myndi segja það að ég gæti gert marga hluti í einu. Hvernig leggst sýningardagurinn í þig? Ég kemst því miður ekki upp á land því að ég er að leika í leikritinu Gosa og það fer akkúrat fyrir en ég mun hvetja stelpurnar okkar úr Eyjum heima á RÚV. Bergdís Björnsdóttir Hvert er þitt hlutverk í Skjálfta? Leikstjórn og aukahlutverk. Hvað finnst þér Skjálfti hafa gert fyrir þig? Skjálfti hefur hjálpað mér að þora tala við fleiri og eignast fleiri vini. Hefur farið mikill tími og vinna í undirbúning? Já, við höfum verið á fullu á æfingum fullt af tímatökum, æft dansana, hugsað úti búningana/tækni og fínpússa atriðið. Er eitthvað sem þú hefur lært í Skjálfta sem mun nýtast þér í framtíðinni? Já, sjálfstraust orðið betra. Hvernig leggst sýningardagurinn í þig? Spenna og pínu stress en er mjög spennt að sýna atriðið. Hvað stendur uppúr? Það sem stendur upp úr er það hvernig við vinnum saman og hvað allir geta sagt sínar hugmyndir og gert það sem þeir vilja , það sem stendur út í atriðinu er hvað áhorfendur geta lært af atriðinu og sumir hafa farið í gegnum það sem er í atriðinu. Fannberg Einar Þórarinsson Hvert er þitt hlut- verk í Skjálfta? Ég er sviðsstjóri og í búningahönnun og er auka persóna í leikritinu sjálfu. Hvað finnst þér Skjálfti hafa gert fyrir þig? Hann hefur hjálpað mér að kynnast fleiri fólki. Hefur farið mikill tími og vinna í undirbúning? Það er búið að vera mikill undirbúningur og við erum aðallega búin að vinna við leikritið sjálft. Er eitthvað sem þú hefur lært í Skjálfta sem mun nýtast þér í framtíðinni? Ég hef lært að vinna betur í hóp að vera jákvæður. Hvernig leggst sýningardagurinn í þig? Ég er mjög spenntur fyrir sýningardeginum. Hvað stendur uppúr? Það sem stendur upp úr fyrir mér er að krakkarnir ráða hvernig leikritið er.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.