Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Page 15
9. nóvember 2023 | | 15 Það var góð stemning á lokahófi fótboltans á laugardaginn. Engin deyfð yfir mannskapnum þó bæði karlar og konur hafi fallið úr deild þeirra bestu á tímabilinu. Þeir sem tóku til máls hvöttu þjálfara, leikmenn og stjórnarfólk til dáða næsta sumar. Því var fagnað þegar upplýst var að Hermann Hreiðarsson verður áfram með meistaraflokk karla næsta ár. Einnig var greint frá því að Guðný Geirsdóttir, markmaður hefur skrifað undir tveggja ára samning sem er fagnaðarefni. Elvis Bwomono, sem valinn var leikmaður ársins er á förum frá ÍBV og er þar skarð fyrir skildi. En Hermann segir efnilega leikmenn vera að koma upp og er hann bjartsýnn um góðan árangur á næsta tímabili. Í öðrum flokki karla var Dagur Einarsson valinn ÍBV-arinn. Karl Jóhann Örlygsson þótti sýna mestar framfarir og leikmaður ársins er Viggó Valgeirsson. Í öðrum flokki kvenna var Thelma Sól Óðinsdóttir ÍBV-ar- inn. Elísa Hlynsdóttir sýndi mest- ar framfarir og leikmaður ársins var Embla Harðardóttir. Í meistaraflokki karla var Felix Friðriksson ÍBV-arinn. Marka- hæstur var Sverrir Páll Hjaltested og leikmaður ársins er Elvis Bwomono. Í meistaraflokki kvenna var Júl- íana Sveinsdóttir ÍBV-arinn. Olga Sevcova markahæst og leikmaður ársins Guðný Geirsdóttir. Fréttabikararnir komu í hlut Hel- enu Jónsdóttur og Tómasar Bent Magnússonar. „Í 35 ár hafa Fréttir, nú Eyjafréttir veitt efnilegu fólki í yngri flokk- um ÍBV í handbolta og fótbolta viðurkenningu, Fréttabikarana,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta á lokahófi fótboltans á laugardaginn. „Þetta hefur verið heiður fyrir okkur og ánægju- legt að sjá þetta fólk ná þroska sem einstaklinga og íþróttafólk. Margir í þessum hópi hafa náð langt og komist í hóp okkar fremsta íþróttafólks á alþjóðavett- vangi.“ Þau sem hlutu Fréttabikarana árið 2023 eru Helena Jónsdóttir og Tómas Bent Magnússon. Helena Jónsdóttir er fædd árið 2004 og er því 19 ára í dag. Um hana segir: Hún hefur verið dug- leg að æfa og það skilaði henni í meistaraflokk í sumar. Þar er hún í hjarta varnarinnar. Hún lék 26 leiki í sumar og stóð eins og klettur í vörninni og er sumarið hennar besta til þessa með ÍBV. Tómas Bent Magnússon er fæddur 2002 og er því 21 árs. Um hann segir: Hann er miðjumaður að guðsnáð. Lék 27 leiki í sumar og skoraði 1 mark og stóð sig mjög vel. „Þau eru í hópi ungra leikmanna ÍBV sem við verðum að treysta á í framtíðinni,“ sagði Ómar og endingu og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni. Helena og Tómas Bent hlutu Fréttabikarana Helena og Tómas með Fréttabikarana. Velheppnað lokahóf knattspyrnufólks: Guðný Geirs og Elvis Bwomono best 2. fl. karla: Ellert framkvæmdastjóri af- henti verðlaunin, Viggó, Karl og Dagur. 2. fl. kvenna: Elísa, Thelma og Embla.Mfl. Karla: Felix Friðriksson.Mfl. kvenna, Guðný og Júlíana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.