Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 12
12 | | 7. desember 2023 Stórt bandarískt flugmóðurskip með margar þyrlur um borð var staðsett suður af Vestmannaeyjum veturinn 1973, albúið að grípa inn í ef illa færi. Þetta kemur fram í endurminningum Ólafs Ólafs- sonar fyrrverandi landlæknis, Ólafur landlæknir, sem Vilhelm G. Kristinsson skráði (Vaka- Helgafell, Reykjavík 1999). Fyrstu kynni Ólafs af af störfum almannavarnaráðs voru aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar eldgosið í Heimaey hófst. Landlæknir átti sæti í ráðinu og Ólafur hafði setið fjóra mánuði í embættinu þegar fór að gjósa. Flestir Vestmanna- eyingar komust af eigin ramm- leik til lands með fiskibátum en lmannavarnaráð skipulagði fólksflutninga frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur með strætisvögnum og rútum. Einnig skipulagði það móttöku flóttafólksins í skólum í Reykjavík. Það var í verkahring Ólafs að tryggja veikum og öldruðum Vestmannaeyingum vist á sjúkrahúsum á höfuðborgar- svæðinu. Almannavarnaráði var falið að stjórna málefnum Vestmanna- eyinga fyrst um sinn. „Við urðum því eins konar aukabæjarstjórn Vestmannaeyja og næstu þrjá til fjóra mánuði sátum við flestar dagstundir í húsnæði ráðsins í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík og stjórn- uðum aðgerðum,“ segir Ólafur. Síðar var stofnuð Vestmanna- eyjanefnd undir forystu Tómasar Árnasonar alþingismanns sem tók við daglegum rekstri en almanna- varnaráð bar áfram ábyrgð á öryggismálum. Almannavarnaráðsmenn fóru til Vestmannaeyja á öðrum degi eld- gossins. „Koman þangað er mér ógleymanleg. Þetta var eins og að vera kominn á vettvang styrjaldar. Stöðugar sprengingar og eldglær- ingar voru í eldstöðvunum og svartur mökkur yfir öllum bænum. Flest húsin höfðu verið yfirgefin og menn á ferli með hjálma eins og í hernaði,“ segir Ólafur. Hann fer fögrum orðum um þá Magnús H. Magnússon bæjarstjóra, Sigurgeir Kristjánsson forseta bæjarstjórnar, Pál Zóphóní- asson bæjartæknifræðing, Einar Val Bjarnason héraðslækni og Kristinn Sigurðsson slökkviliðs- stjóra. „Ég er þeirrar skoðunar að Magnús, Einar Valur og Páll hafi átt drýgstan þátt í því að mönnum féllust aldrei hendur í hörmungun- um. Þeir héldu ætíð ró sinni og hóflegri bjartsýni í gegnum súrt og sætt.“ Mikið öskufall var í bænum og þök húsa fóru að sligast und- an farginu. Almannavarnaráð skipulagði mokstur og lengi vel voru yfir 600 manns við að hreinsa af þökum. Þess má geta hér að í þeim hópi voru m.a. varnarliðsmenn auk Íslendinga. Ólafur segir að heimamenn hafi gagnrýnt almannavarnaráð fyrir að hafa ekki fleiri menn í varnar- starfinu á Heimaey. „Hins vegar miðuðum við fjöldann alltaf við að geta náð öllum mannskapnum í land fyrivaralítið með varðskipi og öðrum skipum, sem við vorum með í okkar þjónustu ef eitt- hvað brygði út af,“ segir Ólafur. Almannavarnaráð var ekki í rónni vegna óvissunnar um framvindu gossins. „Hugsanlegt var að gos hæfist á öðrum stöðum á eynni og stefndi lífi og limum moksturs- manna og annarra starfsmanna í hættu.“ „Þegar umræðan um öryggi starfsmanna á Heimaey stóð sem hæst í ráðinu tjáði Pétur Sigurðs- son (þáverandi forstjóri Land- helgisgæslunnar) mér að stórt flugvélamóðurskip Bandaríkjahers væri tvö til þrjú hundruð mílur suður af Vestmannaeyjum með margar þyrlur, albúið að grípa inn í atburðarásina ef illa færi. Um þetta var aldrei rætt opinberlega og ég heyrði aldrei minnst á flug- vélamóðurskipið síðar en Pétur tjáði mér þetta engu að síður,“ segir Ólafur. Flugvélamóðurskip var staðsett sunnan við Vestmannaeyjar í eldgosinu 1973 ” Koman þangað er mér ógleymanleg. Þetta var eins og að vera kominn á vettvang styrjaldar. Stöðugar sprengingar og eldglæringar voru í eldstöðvunum og svartur mökkur yfir öllum bænum. Flest húsin höfðu verið yfirgefin og menn á ferli með hjálma eins og í hernaði GUÐNI EINARSSON gudnieinars@gmail.com Liðsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli komu til Vestmannaeyja og tóku þátt í björgunarstörfum og hreinsuðu ösku af húsþökum. Ef til vill átti það þátt í viðbúnaði bandaríska flotans. Kristján Torfason, bæjarfógeti, Ólafur Ólafsson, landlæknir og Einar Valur Bjarnason yfirlæknir á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmyndir/Sigurgeir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.