Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 6
6 | | 7. desember 2023 Miklar skemmdir urðu á neysluvatnslögninni til Vest- mannaeyja 17. nóvember sl. er akkeri Hugins VE lenti á leiðsl- unni í innsiglingunni. Hún er eina flutningsæð neysluvatns til Vestmannaeyja. Málið telst alvarlegt og hættustig var sett á þann 28. nóvember af Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra. Búið er að meta skemmdirnar í samráði við framleiðendur lagnarinnar og undirbúningur að aðgerðum til að verja lögnina frekari skemmdum hafinn. Þetta sýnir fram á með ótvíræðum hætti að leggja þarf nýja vatns- lögn til Vestmannaeyja strax næsta sumar. Starfshópur bæjarstjórnar um málið, sem í sitja Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson og Páll Magnús- son, sendi frá sér tilkynningu í framhaldi af yfirlýsingu ríkislögreglustjóra. Sviðs- stjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er ásamt sérfræðingum við störf í Eyjum þessa dagana. Guðrún Hafsteinsdóttir dóms- málaráðherra var á ferð í Vest- mannaeyjum í liðinni viku og ræddi við Eyjafréttir um stöðuna sem upp er komin. „Staðan er alvarleg. Á það hefur verið bent lengi bæði af heimamönnum sem og þingmönnum að það þyrfti að leggja varalögn til Vestmanna- eyja og voru bundnar vonir við að hægt yrði að leggja nýja lögn sumarið 2025. Nú er ljóst að leggja þarf nýja lögn sem fyrst. Það er í raun kraftaverk að lögnin haldi en hún er mikið skemmd og liggur á vondum stað auk þess sem hún er á hreyfingu sem reynir mjög á hana. Í ljósi þess að eingöngu ein vatnslögn liggur til Vestmannaeyja skapast við þessa stöðu hættuástand. Það er því nauðsynlegt að leita allra leiða til að tryggja að lögnin endist þar til ný lögn er lögð, m.a. með því að reyna að festa hana og verja svo hún haldi. Þetta er auðvitað bara bráðabirgðaviðgerð. Við vonum að þetta gangi og höf- um við kallað til okkar helstu sérfræðinga til að vinna að því verkefni. Það er hins vegar ljóst að vinna almannavarna tekur mið af þeirri mögulegu sviðsmynd að vatnslögnin gefi sig og er unnið að því innan almannavarnardeild- ar Ríkislögreglustjóra, sem heyrir undir ráðuneytið, og almanna- varnardeildar Vestmannaeyja að undirbúa alla aðila og grípa til mótvægisaðgerða til að bregðast við slíkri stöðu.“ Ber virðingu fyrir æðruleysi Eyjamanna Guðrún segir hljóðið í Eyjamönnum vera ágætt þrátt fyrir stöðu mála. „Eyja- menn eru vanir því að kljást við óblíð náttúruöfl og takast á við erfiðar áskoranir þannig ég verð að segja að ég ber mikla virðingu fyrir æðru- leysi Eyjamanna. Ég heyrði ekki annað en að fólk taki þess- um fregnum með stóískri ró og allir séu að gera sitt til að lífið geti haldið áfram sinn vanagang í Eyjum.“ Ríkisstjórnin fylgist vel með Hún segist ánægð með heimsóknina til Eyja. „Megintilgangur heimsóknar minnar var að hitta fólk og fara yfir stöðuna augliti til auglitis. Í sömu ferð komu einnig fulltrúar Almannavarna og sérfræðingar þeirra og verða þeir í Eyjum í nokkra daga til að fara yfir til hvaða aðgerða þarf að grípa núna næstu daga, vikur og mánuði. Ég vildi einnig með heimsókn minni leggja áherslu á það að ríkisstjórnin fylgist vel með og vill styðja við Vestmannaeyinga nú sem endranær. Ég hef upplýst ríkisstjórnina um málið á hverjum ríkisstjórnarfundi síðan atvikið átti sér stað og er málið tekið mjög alvarlega. Aðalatriðið í mín- um huga er að Vestmannaeyingar viti að þjóðin stendur með þeim.“ Á tímum aðgæslu og óvissu Guðrún segir það að lýsa yfir hættustigi Almannavarna í Vestmannaeyjum þýði í raun að nú erum við á tímum aðgæslu og óvissu. „Við vitum ekki hvað eða hvort eitthvað gerist en við ætlum að vera við öllu búin. Um leið og hættustigi er lýst yfir þá virkjast samhæfingarstöð Almannavarnar- deildar Ríkislögreglustjóra og það er mikill styrkur í því fyrir Vestmannaeyjar. Þannig koma fleiri að málinu og bjargirnar verða þar með vonandi fleiri. Það er mikill stuðningur fyrir samfélagið í Eyjum að njóta liðsinnis Al- mannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra í þessu verkefni sem framundan er enda eru þar aðilar með mikla reynslu og þekkingu að takast á við krísur sem þessa.“ Almannavarnardeild Ríkislögreglu- stjóra, heyrir undir ráðuneyti Guðrún- ar og sinnir mjög mikilvægu hlutverki þegar upp kemur al- mannavarnarástand, líkt og það sem nú hefur myndast í Vestmannaeyjum og Grindavík. „Ég að sjálfsögðu vinn náið með þeim í þessum mikilvægu og stóru verkefnum. Auk þess er í gangi heildar- stefnumótun á sviði almannavarna sem mun leiða til heildarendur- skoðunar almannavarnarlaganna. Það er bæði stórt og mikilvægt verkefni sem mun styðja enn frekar við almannavarnarviðbragð hér á landi, sem nú þegar er í heimsklassa.“ Eyþór Harðarson, Íris Róbertsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Páll Magnússon, Víðir Reynisson og Karl Gauti Hjaltason. Eyjamenn eru vanir áskorunum Aðalatriðið að Vestmannaeyingar viti að þjóðin stendur með þeim ” Við vitum ekki hvað eða hvort eitthvað gerist en við ætlum að vera við öllu búin. Um leið og hættustigi er lýst yfir þá virkjast samhæfingarstöð Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og það er mikill styrkur í því fyrir Vestmannaeyjar. Þannig koma fleiri að málinu og bjargirnar verða þar með vonandi fleiri. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.