Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 4
4 | | 7. desember 2023 Kveikti á jólatrénu á Stakkó E Y J A M A Ð U R I N N Mikill fjöldi fólks var saman- kominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hef- ur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. Eyjólfur er eyjamaður vikunnar. Fullt nafn: Eyjólfur Pétursson Fjölskylda: Mamma mín og pabbi heita Margrét Þorsteinsdóttir og Pétur Eyjólfsson. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á í sjónvarpinu? Teikni- myndir og Netflix. Í hvaða bekk ertu? 2.KM. Hvað ertu gamall? 6 ára er alveg að verða 7 ára. Aðaláhugamál? Lego, fótbolti og handbolti. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jólalög. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika við vini mína. Hvað óttast þú mest? Ég er myrk- fælinn. Ertu að æfa eitthvað? Já, fótbolta og handbolta. Er gaman að eiga afmæli á jólun- um? Já, mjög gaman. Hvernig var að fá að kveikja á jólatrénu? Geggjað gaman. Hvað ætlar þú að gera um jólin? Borða góðan mat, opna jólagjafir , vera með fjölskyldunni minni og halda upp á afmælið mitt. Hvað langar þig í í jólagjöf? Nin- tendo Switch og Lego. Af hverju höldum við upp á jólin? Vegna þess að Jesús fæddist á jólunum og svo að jólasveinarnir geti skemmt sér og gefið í skóinn. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Allir. Eitthvað að lokum? Gleðileg jól. E Y J Ó L F U R P É T U R S S O N Eyjólfur Pétursson Staðan á fasteignamarkaðinum í Eyjum er nokkuð góð miðað við aðstæður segir Halldóra Kristín Ágústsdóttir fasteignasali hjá Hús fasteignasölu. „Salan sveiflast þó nokkuð. Í sumar var meiri eftir- spurn eftir stærri eignum, enda mikið af fjölskyldum að flytja til Eyja, virkilega gaman að því. Upp á síðkastið hefur verið ágæt sala á minni íbúðum hjá mér en minni hreyfing á stærri einbýlum. Það sem virðist vera erfiðara núna eru fyrirvararnir, og þá sérstaklega ef það er fyrirvari um sölu á eign í bænum. Staðan er bara allt önnur þar, mun dýrari eignir og erfitt fyrir fyrstu kaupendur að fá fjár- mögnun sem hefur þá áhrif á allan markaðinn.” Hús sem nú er til sölu í Vest- mannaeyjum er meðal annars fallegt einbýlishús á Hólagötu 17. Húsið er byggt árið 1947 og er 167,4 fm2. Búið er að endurnýja eignina að hluta. Nýtt járn er á þaki, gluggar endurnýjaðir fyrir einhverjum árum og nýlegt parket á hæðinni. Hér til hliðar er nokkrar myndir af eigninni sem er á vinsælum stað í Eyjum. Fjölskyldur flytja til Eyja Hólagata 17 að vetri til. Hlýlegt og nútímalegt eldhús. Opin forstofa með nýlegu parketi. Björt og rúmgóð stofa. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Hér má sjá eitt þeirra. Kisunum þykir herbergið afar notalegt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.