SÍBS blaðið - 01.06.2023, Page 13

SÍBS blaðið - 01.06.2023, Page 13
13 2. tbl. 2023 getið gert saman og í sitthvoru lagi til að auka nándina á milli ykkar, ræðið langanir og þrár. Sjálf getur þú reynt að kveikja löngun með því að lesa erótískar sögur, búa til aðstæður þar sem þú getur verið ein með makanum þínum, jafnvel legið nakin saman, nuddað hvort annað. Þessar aðstæður, líkt og kynlíf, auka vellíðunarhormónið dópamín í heila og við það gæti löngunin aukist. Þyngdarstjórnun Erfiðleikar með þyngdarstjórnun og breyting á líkamssam- setningu og fitudreifingu er algengt umkvörtunarefni kvenna á miðju aldri. Ef þér líður ekki vel með líkamann þinn þá er skiljanlegt að kynlíf sé þér ekki efst í huga. Hreyfing er alltaf mikilvæg en ekki síst þegar kemur að því að líða vel í eigin líkama. Við hreyfingu eykst framleiðsla dópamíns í heila en það er vellíðurnarhormón líkamans og einskonar „verðlaun“ fyrir heilann. Þjálfun, sérstaklega styrktaræfingar með þyngdum eykur einnig testósterón sem er mikilvægt hormón fyrir kynlöngun. Ekki er verra ef þú tekur makann þinn með á æfingu, það eykur nánd, gefur ykkur sameiginlega upplifun, auk þess sem sameiginleg æfing getur boðið upp á ýmsar snertingar og stellingar sem gætu mögulega kveikt einhverja löngun í frekari nánd þegar heim er komið. Einstaklingsbundin upplifun Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu er mjög einstaklings- bundin. Stór hluti af konum upplifir einkenni sem hafa nei- kvæð áhrif á þær, bæði í einkalífi og starfi. Flestir tengja breytingaskeiðið við hita- og svitakóf en þetta eru yfirleitt ekki þau einkenni sem eru mest truflandi fyrir konur. Það eru einkennin sem aðrir sjá ekki eins og and- leg vanlíðan og heilaþoka sem reynast konum hvað erfiðust. Depurð og einkenni þunglyndis geta verið algeng ein- kenni á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf. Önnur sálræn einkenni geta komið fram eins og minnkað sjálfstraust, minni drifkraftur, kvíði, pirringur, kvíðaköst, einbeitingarskortur, almennt orkuleysi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. Þessi ein- kenni eru oft misgreind sem þunglyndi og fá konur gjarnan ranglega uppáskrifuð þunglyndislyf. Ef þú hefur upplifað fæðingarþunglyndi eða hefur sögu um fyrirtíðarspennu þá er líklegra að þú upplifir andlega van- líðan á breytingaskeiðinu. Ástæðan fyrir því er sú að líkami þinn er viðkvæmari fyrir hormónasveiflum. Áhrifaríkasta meðferðin Hormónauppbótarmeðferð (HRT) er áhrifaríkasta meðferðin við breytingaskeiðseinkennum. Konur finna oft að ef þær taka réttan skammt af estrógeni hefur það jákvæð áhrif á andlega líðan og önnur einkenni tengd breytingaskeiðinu. Konur finna oft fyrir meiri innri ró, hafa meiri orku, eru áhugasamari og líður almennt betur þegar þær taka HRT. Konur sem eru með leg þurfa líka að fá prógesterón. Sumar konur þurfa líka að taka hormónið testósterón sem er gefið sem gel. Hormónauppbótarmeðferð hefur sýnt sig að bæta almenna vellíðan kvenna og bæta þar með lífsgæði. Þar að auki eru minni líkur á beinþynningu, hjarta- og æðasjúk- dómum, sykursýki og ákveðnum tegundum af krabbameini ef þú tekur hormónauppbótarmeðferð. Það má því líta svo á með þessu sé verið að fjárfesta í framtíðinni og bæta heilsu og líðan kvenna á efri árum.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.