Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Side 6

Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Side 6
„Atkvæðagreiðslu um verk­ falls aðgerðir sextán aðildarfélaga Starfs greina sambands Íslands lýkur á mánudaginn og gert er ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir á þriðju daginn, rúmri viku áður en aðgerðirnar eiga að hefjast,“ segir Sigurður A. Guðmundsson formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga. Atkvæðagreiðslan er rafræn, þeir sem rétt hafa til að greiða atkvæði hafa þegar fengið bréf þar sem gerð er grein fyrir kosningunum. „Samtök a tv innul í f s ins vildu ekkert tala við fulltrúa Starfs greina sambandsins um þær kröfur sem lagðar voru fram, þannig að sambandið var nauðbeygt til að hefja undirbúning aðgerða og leita heimildar hjá sínum félögum til verkfallsboðunar. Okkar kröfur eru sanngjarnar, það gengur ekki að verkfólk sitji enn eina ferðina eftir í launum eða kjörum, miðað við aðra hópa í samfélaginu. Ég hvet þess vegna alla til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna þannig samstöðu. Hlutverk samninganefndarinnar er að ná fram ásættanlegum samningum og þess vegna verður hún að hafa fullan stuðning félagsmanna. Komi til verkfalla, er ábyrgðin alfarið Samtaka atvinnulífsins, það er alveg ljóst,“ segir Sigurður. Fyrstu verkfalls­ aðgerðir 10. apríl Verði verkfallsboðun samþykkt, verður allsherjarvinnustöðvun 10. apríl frá hádegi til miðnættis sama dag á félagssvæðum þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa Starfsgreinasambandi Íslands umboð. „15. apríl verður vinnustöðun hérna á Snæfellsnesi og svo aftur 27. apríl. Öll félögin fara svo í verkfall 30. april frá hádegi til miðnættis. Svo þyngjast þessar aðgerðir enn frekar, því alla virka daga frá 12. til og með 22. maí verður allherjarvinnustöðvun og frá og með 26. mai hefst svo ótímabundin allsherjarvinnustöðvun allra félaganna. Auðvitað vona ég að ekki þurfi að grípa til þessara aðgerða. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar skellt í lás og þess vegna er nauðsynlegt að grípa til þessa ráðs.“ Samstaða beittasta vopnið „Það er auðvitað glórulaust að fólk geti ekki lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum, en þurfi ekki að treysta á botnlausa yfirvinnu. Samtök atvinnulífsins bjóða innan við fimm prósenta hækkun launa, þátt fyrir að opinberar rannsóknir sýni að dagvinnulaun verkafólks séu um 30 prósentum lægri hérna á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ef verkafólk ætlar sér að ná hærri launum en sjö til átta þúsund krónum á mánuði verður að grípa til aðgera. Samstaðan er okkar beittasta vopn,“ segir Sigurður A. Guðmundsson formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga. Viðtal: Karl Eskil Pálsson, sjálstætt starfandi fjölmiðlamaður karlesp@simnet.is AÐALSAFNAÐARFUNDUR ÓLAFSVÍKURKIRKJU Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkurkirkju verður haldinn mánudaginn 20. apríl 2015  kl: 18.00.   Dagskrá: 1. Gerð  grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár. 3. Kosningar 5. Önnur mál. Formaður sóknarnefndar Aðalfundur Aðalfundur Félags stjórnenda við Breiðaörð verður haldinn miðvikudaginn 8. apríl á RúBen, Grundargötu 59, Grundarrði, kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarinsKristján Örn Jónsson forseti og framkvæmdastjóri VSSÍ ytur erindi um störf VSSÍ, og Skúli Sigurðsson varaforseti VSSÍ fer yr og kynnir „Frímann“ orlofshúsavenn – og arnám. Stjórnin Verkalýðsfélögin undirbúa verkföll

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.