Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Blaðsíða 5
„Ég lærði ýmislegt og varð
margs vísari.“
-sagði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, eftir að hafa eytt degi í hjólastól.
Lúðvíkfór víða um í Hafnarfirði til að vekja athygli á aðgengi fyrir fatlaða. Hann
segir stöðuna í þessum málum ekki nógu góða í hœjaifélaginu, en hún hafi hins
vegar batnað töluvert.
Reynsla sem þessi leiðir hugann að hlutum sem mað-
ur er kannski ekki að velta fyrir sér dags daglega, að
smáu hlutirnir geta skipt miklu. Ég mun hafa þetta
meira í huga framvegis. Þetta situr í mér og ég er alveg
ákveðinn í því að ég ætla að leggja mitt af mörkum til
að bæta aðgengi fyrir fatlaða.
Sjálfsbjörg á höfuðborgar-
svæðinu fékk Lúðvík Geirs-
son, bæjarstjóra Hafnarfjarð-
ar, til að verja einurn degi í hjólastól
til að vekja athygli á Evrópuári fatl-
aðra sem nú er. „Þessi reynsla var
mjög einstök fyrir mig. Eg hef sem
betur fer ekki þurft að búa við þess-
ar aðstæður áður. Eg lærði ýrnis-
legt og varð margs vísari,“ sagði
bæjarstjórinn eftir þessa reynslu
sína. „Mér fannst sjálfsagt að verða
við þessari bón og heiður að fá að
veita Sjálfsbjörg iið í því að vekja
athygli á þeirra stöðu og baráttu-
málum í tilefni af Evrópuári fatl-
aðra. Það er hið besta mál að halda
mönnurn við efnið.“
Þarf að laga aðgengið heima hjá mér
Lúðvík segist strax hafa lent í erfið-
leikum með að koma sér út af sínu
eigin heimili. „Eg sé að ég þarf að
laga aðgengið heima hjá mér. Eg
reyndi að fara sem víðast um hérna
í bænum til þess að vekja athygli á
aðgengi fyrir fatlaða, hvort sem það
var í stofnunum bæjarins eða öðr-
um stöðum.“
En hver er staðan í þessum mál-
um í Hafnarfirði? „Hún er auðvitað
ekki nógu góð, en hún hefur hins
vegar batnað töluvert. Ráðhúsið er
nær 60 ára gamalt og því ekki byggt
með bestu aðstæðum fyrir fatlaða.
Hins vegar hefur verið komið fyrir
lyftu í húsinu og aðgengið að hús-
inu lagað. Öll afgreiðsla og þjón-
usta hefur verið færð niður á neðstu
hæðina, þannig að allir eigi þar jafn
greiðan aðgang.“
Lúðvík segist hafa séð heintinn
með öðrum augum í hjólastólnum.
„Þetta var erfitt og tók á. Maður sér
hindranirnar og að það þarf ekki
stóra þröskulda til að stoppa fólk.
Reynsla sem þessi leiðir hugann að
hlutum sem maður er kannski ekki
að velta fyrir sér dags daglega, að
smáu hlutirnir geta skipl miklu. Eg
mun hafa þetta meira í huga fram-
vegis. Þetta situr í mér og ég er al-
veg ákveðinn í því að ég ætla að
leggja mitt af mörkum til að bæta
aðgengi fyrir fatlaða.“
Texti: Kristrún M. Heiðberg.
5