Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Síða 8
Ingibiörq Pálmadóttir. fulltrúi siúklinqa í viðtali:
„Það gleður mig ef ég get leyst
úr einhverjum hnútum.“
Ingibjörg Pálmadóttir, fyiTverandi heil-
brigðisráðherra, tók til starfa sem full-
trúi sjúklinga á Landspítalanum 1.
maí s.l. Hlutverk fulltrúa sjúklinga er að
veita sjúklingum og aðstandendum þeirra
stuðning, koma málefnum þeirra á fram-
færi og beina umkvörtunum þeirra í rétt-
an farveg. Blaðamaður Sjálfsbjargar-
frétta leitaði til Ingibjargar til að fræðast
betur um starfið.
„Starf fulltrúa sjúklinga felst í að
hlusta á sjúklinga, aðstandendur
þeirra og fulltrúa sjúklingafélaga.
Oft finnst starfsfólki það einnig eiga
erindi við mig. Sjúklingar vilja
koma með ábendingar um það sem
betur má fara, eru t.d. oft þreyttir á
að bíða eftir svörum úr hinum ýmsu
rannsóknum. Þá er það framkoma
heilbrigðisstarfsmanna sem því
miður er ekki alltaf til fyrirmyndar
sem fólk vill gera athugasemdir við.
Varðandi aðstandendur þá er það í
lang flestum tilvikum að þeir hafi
samband vegna aldraðra í fjölskyld-
unni. Það gerist oft skyndilega að
aðstæður þessa fólks breytist þannig
að það þarf á meira öryggi að halda.
Þá er ekki á vísan að róa með öruggt
hjúkrunarpláss. Sama er uppi á ten-
ingnum varðandi foreldra geðfatl-
aðra barna. Þegar börnin eru komin
yfir þann aldur að vera á barna- og
unglingageödeild myndast oft
ákveðið tómarúm. Þrátt fyrir að ég
lumi ekki á neinum töfralausnum né
nýjum plássum þá er oft hægt að
finna leiðir þó kannski sé ekki um
neinar óskaleiðir að ræða. Eg fer
með viðkomandi mál til þeirra sem
best hafa yfirsýnina á hverjum stað
og í sameiningu reynum við alla
möguleika. I sumum tilvikum
skortir okkur nýjar lausnir og þá
reyni ég að hamra því inn á rétta
staði.“
Hefur það lengi verið á döfinni að
setja þetta starfá laggirnar?
„Með lögum um réttindi sjúklinga,
sem samþykkt voru á Alþingi 1997,
er kveðið á um að sjúklingar geti
kvartað til yfirmanna. Eins og starf
„Ég kem ekki til með að draga taum
eins eða neins nema þá sjúklingsins.
Ég erfulltrúi þeirra, “ segir Ingibjörg
Pálmadóttir. Myndir/kmh.
spítalans er þá þarf eyra sem hefur
tíma lil að hlusta. Hér liggja inni
þúsund sjúklingar á hverjum degi,
hingað koma 1200 manns á göngu-
og dagdeild, um 400 í röntgenrann-
sókn og um 50-60 manns fara í
stærri aðgerðir. Það segir sig sjálft
að á svona stórum vinnustað þar sem
svo mikil og flókin starfsemi á sér
stað er ýmislegt sem fólk vill gera at-
hugasemdir við og þess vegna tók
stjórnin ákvörðun um að láta móta
þetta starf. Ég er ráðin til 1. maí á
næsta ári. Síðan er það stjórn spítal-
ans sem tekur ákvörðun um fram-
haldið. Ég hef þegar gefið stjóminni
skýrslu varðandi þá mánuði sem ég
8