Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Qupperneq 9

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Qupperneq 9
hef starfað, um umfangið og helstu atriðin sem á mitt borð hafa komið.“ Leitar fólk einnig til þín vegna lœknamistaka? „Yfirleitt ekki því slík mál eiga al- veg fastan farveg samkvæmt lögum og reglum en ég upplýsi fólk um réttindi sín ef eftir því er leitað. Mistakamál eiga heima hjá land- lækni.“ Er ekki óeðlilegt að stjórnendur spítalans ráði í þessa stöðu, hvað með hlutleysi? „Nei, mér finnst þeir sýni framsýni með því að þróa þessa viðbótarþjón- ustu við sjúklinga. Ég kem ekki til með að draga taum eins eða neins nema þá sjúklingsins. Ég er fulltrúi þeirra.“ Hvað finnst henni um þœr gagnrýn- israddir að það sé ekki gott að lœkn- ar rannsaki sjálfir mál t.d. sinna starfsbrœðra, lítið fari fyrir hlutleysi í slíkum tilfellum? „Það eru lög og reglur sem gilda í landinu og eftir þeim á að fara.“ Það hefur oft verið sagt að læknar standi svo vel saman þegar um mis- tök er að ræða? „Auðvitað fer Landlæknisembættið eftir settum reglum þegar læknamis- tök eiga sér stað. Við íslendingar erum þannig að við ætlumst til að það verði ekki nein mistök. Við erum t.d. með lægri barnadauða en nokkurs staðar annars staðar í heim- inum, sem betur fer. Ef eitthvað ger- ist þá sættum við okkur ekki við það. Það er alveg eðlilegt, ef við lít- um bara í eigin barm, ef slys gerist þá er erfitt og jafnvel aldrei hægt að sætta sig við það. I mínu starfi kem- ur fyrir að læknar hafi samband við mig og segja að það hafi orðið mis- tök. Þeir vilja að sjúklingurinn fái þær tryggingar sem hann á rétt á og biðja mig um að koma honum fljótt í samband við Tryggingastofnun, þannig að hann fái bætur úr sinni Ég er kannski ekki sú sem leysir mál- ið, en ég veit stundum hvert hægt er að leita með málið. Ég hefmikla reynslu af heilbrigðismálum, sem nýt- ist í þessu starfi. “ sjúklingatryggingu. Flestir læknar viðurkenna mistök, en til eru undan- tekningar á öllu. Þegar mistök eiga sér stað er mjög mikilvægt að deild- in og samstarfsmennirnir séu einnig ábyrgir og hjálpi sjúklingnum að komast í réttan farveg með sín mál. Það er engin aðgerð svo smá að henni fylgi ekki einhver áhætta.“ Hvað með sparnað og manneklu, er því einnig um að kenna? „Það er sjaldnast eitt atriði sem hægt er að kenna um, það er margt sem spilar inn í. Ef við horfum hins veg- ar 10-20 ár aftur í tímann, þá held ég að það hafi ekki verið meiri mann- skapur en nú er nema síður væri. A undanfömum árum hefur mun meira fjármagn verið sett til heilbrigðis- mála heldur en nokkru sinni fyrr, en við gerum líka miklu meiri kröfur til heilbrigðisþjónustunnar. Hér áður fyrr var ýmislegt sem við reyndum ekki einu sinni því við höfðum ekki þekkingu til þess. I dag er annað uppi á teningnum og í því sambandi get ég t.d. nefnt hvað hægt er að gera fyrir fyrirbura, sem eru kannski einungis 250 grömm, og aðgerðir eflir slys sem við áttum ekki mögu- leika á að gera fyrir um tíu árum. Verið er að gera flóknar hjarta- og höfuðaðgerðir svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta hjartaaðgerðin var gerð á Is- landi árið 1986, það er nú ekki lengra síðan. Flóknari og fleiri að- gerðir hafa auðvitað meiri áhættu í för með sér.“ Hvað ertu búin að fá mörg erindi inn á borð til þínfrá því að þú byrj- aðir? „Þau eru á annað hundrað. Fólk hringir eða kemur til að biðja mig um að hjálpa sér á margvíslegan hátt. Það er líka að leita eftir upp- lýsingum og þá get ég beint því í ákveðinn farveg. Svo eru mörg mál sem eru miklu flóknari og erfiðari, þannig að fjöldi erinda segir ekki alla söguna.“ Hvað með fatlaða og öryrkja, leita þeir mikið til þín? „Já, þeir gera það og erindi þeirra geta líka verið afskaplega mismun- andi. En eins og ég sagði áðan þá eru það aldraðir og geðfatlaðir sem eru stærstu og þyngstu málin. Það er t.d. mikið um erindi þar sem fólk, í mínu starfi kemur fyrir ab læknar hafi samband við mig og segja að það hafi orðið mistök. Þeir vilja að sjúkling- urinn fái þær tryggingar sem hann á rétt á og biðja mig um að koma honum fljótt í samband við Trygginga- stofnun, þannig að hann fái bætur úr sinni sjúklinga- tryggingu. Flestir læknar viðurkenna mistök, en til eru undantekningar á öllu. 9

x

Sjálfsbjargarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.