Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Síða 8

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Síða 8
Fullorðnir nemendur í Tón­ listarskóla Snæfellsbæjar ásamt Kór Ingjaldshólskirkju héldu tónleika í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju fyrr í des­ ember. Jólatónlist var auðvitað fyrir­ ferðarmikil enda aðventan hafin. Jóhann Steinn Gunnars son spilaði á trommur og bróðir hans Trausti Leó Gunnarsson ásamt Aðalheiði Nönnu Þórðar dóttur spiluðu undir hjá honum. Steinunn Stefánsdóttir söng tvö jóla lög. Guðbjörg Helga Hall­ dórs dóttir spilaði á píanó, Davíð Viðars son á gítar og Þor steinn Jakobs son á har monikku. Inga Fanney Jónas dóttir söng og maður hennar Ólafur Vignir Siguðrs son spilaði á rafgítar. Sigur rós Magnús dóttir spilaði á gítar og Rúna Björg Magnús­ dóttir á bassa. Kór Ingjalds hóls­ kirkju söng þrjú lög og sungu þau Rúnar Reynis son og Sóley Jóns dóttir ein söng með kórnum. Vel var mætt á tónleikana og myndaðist notaleg aðventu­ stemm ning, virtust tón leika gestir njóta kvöldsins vel og að þeim loknum var gestum og þeim sem fram komu boðið upp á kaffi, konfekt og pipar kökur áður en haldið var heim. þa Jólatónleikar á Ingjaldshóli Jólakveðja frá Jaðri! Sendum öllum bæjarbúum okkar bestu jóla- og nýársóskir með kærri þökk fyrir hlýhug á árinu sem er að líða. Jólakveðja. Íbúar, starfsfólk og stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars. Sendi öllum ættingjum og vinum mínar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir það liðna. Kær kveðja Bjarni Ólafsson, Geirakoti Óskum ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarf á liðnum árum. Kveðja, Ómar og Kay

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.