Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Qupperneq 9
Verkalýðsfélag Snæfellinga
AUGLÝSIR:
Kynningarfund um nýgerða kjarasamninga að Grundargötu 30, Grundarrði,
2. hæð, mmtudaginn 11. apríl kl 20.00.
Einnig er hægt að kynna sér allar upplýsingar á heimasíðu okkar verks.is
Kosningin er rafræn og stendur til 23. apríl.
Félagsmenn fá á næstu dögum nánari upplýsingar
í pósti frá SGS hvernig henni verður háttað.
Auglýsing Breytt deiliskipulag að Arnarfelli á Arnarstapa
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 11. apríl 2019 að endurauglýsa
tillögu að breyttu deiliskipulagi ferðaþjónustunnar við Arnarfell á
Arnarstapa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér breytingu á lóð Arnarfells og aðkomu frá suðri.
Breytingin hefur í för með sér breytingu skipulagsskilmála og
byggingarskilmála og er því eldra deiliskipulag fellt úr gildi með
gildistöku þessa deiliskipulags.
Helstu breytingar:
• Áður var gert ráð fyrir 11 smáhýsum, en nú er gert ráð
fyrir að þau verði allt að 13
• Byggingarreitir og núverandi gistihús Arnarfells eru
sameinuð í eina hótelbyggingu á tveimur hæðum
• Byggingarreit fyrir þjónustuhús er breytt lítillega
• Lögun á byggingarreit fyrir snyrtingu tjaldsvæðis er breytt,
en fyrirhugað að reisa nýtt hús í stað núverandi húss
• Umferðarskipulagi á lóðinni er breytt innan lóðar og
sunnan hennar og bílastæði eru löguð að breyttri aðkomu
að sunnan
Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á
opnunartíma frá og með 11. apríl 2019 til og með 23. maí 2019. Þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum
er til 23. maí 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar
Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið:
byggingarfulltrui@snb.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar
Auglýsingaverð
í Jökli
Heilsíða 32.800 +vsk
Hálfsíða. 23.400 +vsk
1/4 úr síðu 13.900 +vsk
1/8 úr síðu 10.800 +vsk
1/16 úr síðu 8.100 +vsk