Goðasteinn - 01.09.1964, Page 9

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 9
Hófst nú annar þáttur, rekstur menntasetursins. Framkvæmd- arnefndin var lögð niður, og við tók skólanefnd, sem hafa skyldi á hcndi ráðningu hins fyrsta skólastjóra, alls kennaraliðs og ann- ars starfsfólks. Ennfremur þurfti að koma skólarekstrinum af stað og í sitt fyrsta horf. Síðar að byggja upp eftir því, sem þróunin í málefnum skólans krafðist hverju sinni. Var því í ýmis horn að líta, verkefnin og vandamálin sóttu alls staðar að. Hin fyrsta skólanefnd var skipuð þannig: Kjörnir af sýslunefnd Rangárvallasýslu: Bogi Thorarensen, hreppstjóri, Kirkjubæ, og Olafur Sveinsson, bóndi, Stóru-Mörk. Kjörnir af sýslunefnd Vest- ur-Skaftafellssýslu: Jón Kjartansson, sýslumaður og síra Jón Þor- varðarson, Vík. Formaður var skipaður af fræðslumálastjórninni Björn Fr. Björnsson. Eins og getið var í upphafi, var ekki ætlunin að rekja sögu Skógaskóla eða starfsins þar í þessum pistli. Aðeins skyldi minnzt fárra atriða, sem rétt þótti að ljós væru, þegar mál skólans ber á góma og minnzt 15 ára tilvistar hans. Skólastarfsins verður getið af öðrum og þá mun koma fram, hversu giftudrjúgur skólinn hefur reynzt um starfslið allt. Og þá ekki síður, hversu fengsæll hann hefur verið um trausta og dugandi nemendur. Að framan hef ég nefnt nöfn nokkurra manna, sem áttu sinn hlut að affarasælli framvindu héraðsskólamálsins og uppbyggingu hins nýja mennta- seturs Rangæinga og Skaftfellinga. En fjölmargir eru þeir aðrir, sem einnig áttu með atorku sinni og ötulu starfi ríkan þátt í því, að hér varð náð settu marki, sem lengi hafði verið að stefnt. Alveg sérstaklega tel ég skylt að geta Björgvins Vigfússonar, sýslumanns, sem með þrotlausri elju og áhuga barðist fyrr á ár- um fyrir auknu unglinganámi í héraði og undirbjó að sínu leyti þann jarðveg, sem Skógaskóli reis síðar upp af. Öllum hinum mörgu, sem átt hafa sinn hlut að því, að hið mikla hagsmunamál Rangæinga og Skaftfellinga leystist með svo cðlilegum og hagkvæmum hætti, sem raun varð á, ber að gjalda alúðarþökk. Þcir höfðu skilning á þörf héraðanna fyrir slíka menntastofnun og þeir fylgdu eftir með athöfn. Hér skyldi æska héraðanna hafa griðland og aðsetur um langa tíma og sækja menntun sína og manndómsstyrk. Og vissulega voru og eru hinar Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.