Goðasteinn - 01.09.1964, Blaðsíða 38
Jón er kvæntur Ingibjörgu Ásgeirsdóttur frá Framnesi í Mýrdal,
og eiga þau þrjú börn.
Finnur Torfi Hjörleifsson, f. 7. nóv. 1936, frá Sólvöllum í Flat-
eyrarhreppi í Vestur-lsafjarðarsýslu.
Hann stundaði nám í Núpsskóla í Dýrafirði og lauk lands-
prófi 1952. Fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi
1956. Hóf nám við Háskóla íslands 1957. Lauk prófi í forspjalla-
vísindum 1959 og fyrrihluta-prófi í íslenzkum fræðum 1960.
Hann var kennari við Núpsskóla 1956-57 og við gagnfræða-
skólann í Kópavogi 1962. Settur kennari við Skógaskóla haustið
1963.
Jón Jósep Jóhannesson, f. .11. marz 1921, frá Hofstöðum í Skaga-
firði. Hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og lauk gagn-
fræðaprófi 1938. Fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og lauk
stúdentsprófi 1942. Stundaði nám í íslenzkum fræðum við Háskóla
Islands og lauk cand. mag. prófi 1949. Var á námsskeiði í dönsk-
um bókmenntum í Kaupmannahöfn 1952. Fékk ársorlof frá störf-
um 1960-61 og dvaldist þá við nám í Cambridge og víðar í Eng-
landi.
Hann réðst kennari að Skógaskóla haustið 1949 og kenndi þar
samfleytt til ársins 1960, er hann fékk orlof. Eftir heimkomu
sína úr orlofi réðst hann að Vogaskólanum í Reykjavík og kenndi
þar árin 1961-63. Vinnur nú hjá Atvinnudeild Háskóla Islands.
Aðalkennslugrein hans var íslenzka, en hann kenndi einnig ís-
landssögu, grasafræði og fleira.
Jón er mikill áhugamaður um skógrækt og hefur unnið mikið
að henni hér við Skógaskóla og á vegum Skógræktar ríkisins víða
um land. Hann hefur ritað greinar í blöð og tímarit um skógrækt
og fleira.
Júlíus Daníelsson, f. 6. jan. 1925, frá Syðra-Garðshorni í Svarf-
aðardal.
Hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk
stúdentsprófi 1945. Var síðan um langt árabil við nám í Uppsala-
háskóla í Svíþjóð og lagði stund á landbúnaðarhagfræði.
36
Goðasteinn