Goðasteinn - 01.09.1964, Blaðsíða 67
beinn og Egili". Landnámabók ne'fnir Kolbein og Flo.sa tií vígs-
ins, og Drcplaugarsona saga segir, að Flosi hafi látið vega Arnór.
Hér er tæpt á sögu, sem ekki er meira vitað um, og niðjar Þórðar
Halldórssonar hverfa í skugga annarra Skógverja.
Njála segir, að synir Holta-Þóris, sonar Þorgeirs hörzka land*
námsmanns, hafi átt bú austur í Skógum og telur Þorleif krák
Þórisson forföður Skógverja.
Landnámabók rekur ætt frá Þrasa niður til Brands Eyjólfssonar,
sem bjó í Skógum um 1300, á þessa leið: „Sonur Þrasa var Geir-
mundur, faðir Þorbjarnar, föður Brands í Skógum, föður Skeggja,
föður Bolla í Skógum, föður Skeggja, föður Hildar, er átti Njáll
í Skógum, Sigmundarson. Þeirra sonur Skeggi, faðir Eyjólfs, föður
Brands, er nú býr í Skógum“. Sennilega hafa þessir Þrasaniðjar
búið í Eystri-Skógum fram á II. öld en vart öllu lengur. Kirkja
er reist sncmma í Ytri-Skógum en aldrei, svo vitað sé, í Eystri-
Slcógum. Elzti máldagi Nikuláskirkju í Skógum er árfærður 1332
í Fornbréfasafni, en kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups
um 1200.
Brandur Þorbjarnarson í Skógum (um 1100) átti Þórunni Jó-
steinsdóttur. Njáll í Skógum er talinn sonur Sigmundar Ásólfssonar
í Næfurholti. Hann dó 1236. Dóttir Njáls og Hildar var Álfheiður
kona Orms Jónssonar Svínfellings. Á dögum Njáls gerðust tveir
merkir atburðir íslandssögu í Skógum. Sæmundur Jónsson í Odda
og Sigurður Ormsson áttu í stórdcilu, og veitti Sæmundi betur
sökum ríkis og afla. „Eru þá grið sett og fundust við Forsá hjá
Skógum“, segir í Sturlungu. Síðar lækkaði Oddaverji seglin á
sama stað, - Loffcur biskupsson eftir dráp Bjarnar Þorvaldssonar
á Breiðabólsstað. Lýsir Sturlunga þeim atburði á þessa leið: „Voru
þá grið sett og fundur lagður við Forsá, út frá Skógum, þar beint,
sem þeir höfðu fundizt Sæmundur og Sigurður Ormsson. Sæmund-
ur var í Skógum (þ.e. heima á bænum) og vildi ekki nær koma.
Arnórr Tumason lagði til, að Loftur skyldi standa í þeim sporum,
þá er handsöl færi fram, sem Sigurður mágur hans stóð, þá er
þeir lögðu þar virðing sína fyrir þcim Oddaverjum“. Þarna urðu
þáttaskil í þjóðarsögu.
Skeggi Njálsson í Skógum kvæntist Solveigu Jónsdóttur, systur
Goðasteinn
65