Goðasteinn - 01.09.1964, Page 11
Óskar Jónsson:
Hi'iiiiir
viðlmnliir
Það var stór, menningarlegur viðburður í byggðum Vestur-
Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, er héraðsskólinn í Skógum
var tekinn í notkun og kennsla hófst þar haustið 1949. Þá var
orðinn að veruleika djarfur draumur þeirra hugsjónamanna í þess-
um héruðum, er góðu heilli tóku höndum saman um að hrinda
þessu mikla og að mörgu leyti örðuga verkefni í framkvæmd, að
reisa hina myndarlegu byggingu, Skógaskóla, með takmarkaða
fjármuni í höndum. En einlægur vilji og öruggt fylgi velflestra
héraðsbúa, var það afl, er nægði ágætri forustu til sigurs í þessu
stórmáli, svo sem oftast verður, þegar einhugur og áhugi fylgj-
ast að.
Að Skógum er fagurt umhverfi, sannarlega ákjósanlegur stað-
ur fyrir menntasetur. Stórbrotin og rismikil umgjörð skólaseturs-
ins lyftir huganum og hvetur til dáða. Nú hefur Skógaskóli starfað
hér í fimmtán ár. í þá stofnun hafa foreldrar í sýslunum, er að
skólanum standa, sent sína mannvænlegu unglinga, til að þeir
mættu þar eflast að vizku og vexti undir handleiðslu valins kenn-
araliðs. Það hefur verið gifta þessarar stofnunar, að við hana hafa
starfað einvala kennslukraftar og þá eigi síður forstöðumenn, þeir:
Magnús Gíslason, nú námsstjóri gagnfræðastigsins og framkvæmda-
Goðasteinn
9