Goðasteinn - 01.09.1964, Page 13

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 13
lngólfur Jónsson: lléroðsskíilinii í Mtímiiin 11 áro Kennsla hófst í Skógaskóla haustið 1949. Skólinn hefur því starfað 15 ár þegar yfirstandandi skólaári lýkur. Samvinna tókst milli Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna um byggingu og rekstur skólans. Skólinn hefur frá byrjun notið stuðnings ríkisins lögum sam- kvæmt. Þrátt fyrir það hefur fjárskortur jafnan tafið fyrir fram- kvæmdum. Eigi að síður ber að viðurkenna, að mikið hefur áunnizt í uppbyggingu skólans á ekki lengri tíma. Á Alþingi 19Ó2 var lögum um héraðsskóla breytt þannig, að gert er ráð fyrir, að ríkið kosti að öllu leyti framkvæmdir við skólana og annist rekstur þeirra. Þetta er til mikilla bóta og léttis fyrir héruðin, sem áður þurftu að standa undir talsverðum hluta af reksturs- og stofnkostnaði. Skólastjórar og skólanefnd hafa frá því fyrsta unnið af áhuga að uppbyggingu Skógaskóla. Fyrir það ber að þakka og jafnframt viðurkenna, að vel hefur tekizt. Fyrsti skólastjóri við Skógaskóla var Magnús Gíslason núver- andi námsstjóri. Magnús var ágætur skólastjóri og aflaði sér trausts og vinsælda nemenda og annarra, sem kynntust honum í starfi. Var það mikið happ fyrir skólann að fá svo góðan skólamann sem Magnús er, til þess að móta starfið í skólanum. Eftirmaður Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.