Goðasteinn - 01.09.1964, Síða 17
Magnús Gíslasori:
Fyrslii finim árin
Hinn 19. nóv. 1949 hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaft-
fellinga starfsemi sína að Skógum undir Eyjafjöllum. Það var
mikill merkisdagur í sögu fræðslu- og skólamála þeirra héraða, sem
að skólanum standa. I tilefni dagsins sendi Helgi Elíasson, fræðslu-
málastjóri, skólanum svohljóðandi heillaskeyti: „Um leið og skól-
inn tckur til starfa í fyrsta sinn, árna ég skólanum heilla og
blessunar í nútíð og framtíð. Megi starfsemi skólans verða til
eflingar þjóðlcgri menningu héraðanna og íbúum þeirra til gagns
og sóma.“
Aðdragandi þessa merkisatburðar var í stuttu máli sá, að árið
1944 var jörðin Ytri-Skógar í Austur-Eyjafjallahreppi gefin sýslu-
félögunum undir sameiginlegan skóla. Gefendur voru ábúendur
Skóga, Margrét Oddsdóttir ekkja Páls Bárðarsonar og hjónin
Margrét Bárðardóttir og Guðmundur Kjartansson. Hafizt var
handa um byggingu skólahússins samkvæmt teikningum og for-
skriftum húsameistara ríkisins, Guðjóns Samúelssonar, vorið 1946.
Haustið 1949 var verkið það langt komið, að fært þótti að byrja
skólahald þá um miðjan nóvember. En smiðir og verkamenn unnu
við skólabygginguna við og við allan þann vetur og reyndar all-
miklu lengur.
Bygging Skógaskóla var mikið átak fyrir héruðin, en mikil) sam-
hugur ríkti um þessa framkvæmd. Með henni rættist draumur, er
margir héraðsbúar höfðu alið með sér um bætt skilyrði unga
fólksins til þess að afla sér fróðleiks og menntunar heima fyrir.
Að þessi draumur rættist, getum við þakkað góðri samvinnu hér-
aðanna um þessi mál, og mikilli atorku einstakra manna, og þá
ekki sízt skólanefndarformannsins Björns Björnssonar, sýslumanns
Rangæinga. Hann átti mikinn og góðan þátt í að koma byggingu
Goðasteinn
15