Goðasteinn - 01.09.1964, Page 19

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 19
það. Það var gamall hengilás, mesta hagleikssmíð, komin austan úr Álftaveri. Byggðasafnið varð snemma vinsælt og vakti verðskuldaða athygli bæði nemenda skólans og gesta, sem komu í heimsókn, og þó sérstaklega eftir að happaskipið Pétursey bættist safninu. Það var gjöf frá Jóni Halldórssyni, kaupmanni í Vík í Mýrdal. Skipið var flutt á óyfirbyggðum vörubíl frá Verzlunarfélagi Vestur- Skaftfellinga austan úr Víkur-fjöru að Skógum 17. des. 1951. Hópur nemenda fór til móts við skipið, að brúnni á Jökulsá á Sólheima- sandi, til að vera til taks, ef ske kynni, að brúin yrði Péturseynni of þröngt hlið. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Fcrðin gekk að óskum. Skipið lenti heilu og höldnu og hafnaði við fjárhúsin austanvert við skólann. - Síðar var reist yfir það hús. Mér er einnig minnisstæð söfnunarferð (fyrir byggðasafnið), sem við Þórður fórum um lágsveitir Rangárvallasýslu, þegar okkur áskotnuðust innviðir úr skarsúðarbaðstofu á Arnarhóli í Landeyj- um. En þar hafði Þórður fengið marga merka muni. - Safnið var þó nokkuð notað til kynningar á meginþáttum menningararfleifðar cg á atvinnuháttum þjóðarinnar. Það er gæfa hvers skóla og þá ekki sízt heimavistarskóla að eiga góðu starfsmanna- og kennaraliði á að skipa. Störf við heima- vistarskóla eru oft og tíðum erfið og ábyrgðarmikil, og er því mikilvægt, að bæði starfið og heimilislífið, sé vel skipulagt, og a.ð allt starfslið skólans sé samhent og áhugasamt um að inna hlutverk sitt vel af hendi. Við upphaf starfsins sem skólastjóri Skógaskóla og oft síðar, naut ég ágætrar aðstoðar Aðalsteins Eiríkssonar, námsstjóra. Hann var mér góður ráðgjafi, m. a. um ýmislegt, er laut að skipu- lagningu skólastarfsins. Tveir fastir kennarar, auk skólastjóra, störfuðu við skólann fyrsta skólaárið. Það voru Albert Jóhannsson, kennari frá Teigi í Fljótshlíð og Jón Jóhannesson, cand. mag, úr Reykjavík. I upp- hafi annars skólaárs bættust tveir fastir kennarar við kennaraliðið. Það voru William Möller, kennari, og Snorri Jónsson, íþrótta- og smíðakennari, báðir ættaðir frá Siglufirði. Þessir fjórir kennarar báru öðrum fremur uppi daglegt fræðslu- Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.