Goðasteinn - 01.09.1964, Page 28
Jón R. Hjálmarsson:
Skúlasljnrar ug kimnarar
Magnús Gíslason, f. 25. júní 1917, frá Akranesi.
Hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Isafjarðar 1933-35. Fór í Kenn-
araskóla Islands og lauk kennaraprófi 1937. Sótti námskeið fyrir
kennara í Askov 1939. Hóf menntaskólanám í Danmörku og lauk
stúdentsprófi 1943. Stundaði nám við Háskólann í Stokkhólmi og
lauk embættisprófi í norrænum málum, þjóðlífsfræði og uppeldis-
fræði 1949. Tók licentiatspróf 1955. Var á háskólaárum jafnframt
við söngnám í Stokkhólmi. Hóf kennslustörf við barnaskólann á
Isafirði 1937-38, kenndi í Skorradal 1938 og við barna- og ung-
lingaskólann á Akranesi 1939. Kenndi á námsárum við barnaskóla
í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi 1941-42 og 1947-49.
Réðst skólastjóri að hinum nýstofnaða héraðsgagnfræðaskóla
að Skógum undir Eyjafjöllum og gegndi því starfi til 1954 eða í
fimm ár. Hann gerðist námsstjóri gagnfræðaskólanna í Reykjavík
1954 og hefur gegnt því starfi síðan. Framkvæmdastjóri Norræna
félagsins í Reykjavík frá 1955 og jafnframt ritari Norrænna tíð-
inda. Var formaður félags íslenzkra stúdenta í Stokkhólmi 1946-
47 og sat í stjórn félagsins Sverige-Island. Átti sæti í stjórn Siljans
skólans í Svíþjóð af hálfu Islands. Söng í karlakór sænska út-
varpsins og hefur sungið sem einsöngvari bæði í íslenzka og sænska
útvarpið. Fór með óperuhlutverk í leikhúsi í Stokkhólmi. Fór
með Karlakór Reykjavíkur í söngför til Kanada og Bandaríkjanna
1946 og söng með kórnum sem einsöngvari. Fór söngför með stúd-
entakórnum í Stokkhólmi 1947 um Svíþjóð, Danmörku, Þýzkaland
og Sviss. Heiðursfélagi stúdentakórsins í Uppsölum.
Hann átti sæti í nefnd, er fjallaði um skipulag byggðasafna, í
26
Goðasteinn