Goðasteinn - 01.09.1964, Side 31

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 31
Snorri er kvæntur Olgu E. Hafberg frá Reykjavík og eiga þau fjögur börn. William Th. Möllcr, f. 12. marz 1914, frá Siglufirði. Hann hóf nám í unglingaskóla Siglufjarðar og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi 1934. Stund- aði nám í Kennaraskóla íslands. Lauk kennaraprófi 1937 og sama ár prófi í forspjallavísindum frá Háskóla íslands. Fór námsför um Norðurlönd 1947. Var við nám í eðlisfræði. Fékk ársorlof frá kcnnslu árið 1955-56 og dvaldist þá á Norðurlöndum og í Þýzka- landi og kynnti sér kennslu- og skólamál. Hann hóf kennslustörf á Siglufirði 1937 og kenndi við barna- skólann þar til ársins 1949. Réðst að Skógaskóla haustið 1950 og hefur kennt þar síðan, nema árið 1955-56, er hann dvaldist í orlofi erlendis. Aðalkennslugreinir hans hafa verið reikningur og eðlis- fræði, auk þess bókfærsla og fleira. Hann hefur um langt árabil haft með höndum bókhald fytir mötuneyti Skógaskóla. William er kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Sólheimakoti í Mýrdal, og eiga þau þrjú börn. Jón Einarsson, f. 7. sept. 1932, frá Reykjavík. Hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og lauk þar lands- prófi 1948. Fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdents- prófi 1952. Stundaði nám í Háskóla íslands, B. A. deild 1952-53 og lauk prófi í forspjallavísindum 1953. Var í Sorbonne-háskólan- um í París 1953-55 v‘ð málanám. Hóf nám í Kennaraskóla Is- lands 1955 og lauk kennaraprófi 1956. Réðst að Skógaskóla 1956 og hefur verið þar kennari samfleytt síðan. Aðalkennslugrein hans hefur verið enska, en auk þess hefur hann kennt landafræði, grasafræði, dýrafræði og kristnisögu. Jón er mikill skákmaður og hélt um skeið uppi kennslu í slták fyrir nemendur í Skógum. Hann hefur tekið þátt í heimsmeistara- mótum stúdenta í skák í mörgum löndum. Hefur átt sæti í stjórn Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur. Hefur ritað um skák og önnur efni í blöð og tímarit. Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.