Goðasteinn - 01.09.1964, Page 43

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 43
Árni Jónasson, f. 29. sept. 1916, frá Grænavatni í Mývatnssveit stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk gagnfræða- prófi 1936. Hann bjó síðar um skeið í félagsbúi við föður sinn að Grænavatni. En 1945 réðst hann bústjóri að Skógabúinu og hefur gegnt því starfi síðan eða í 19 ár. Árni hefur tekið virkan þátt í félags- og framfaramálum, setið lengi í hreppsnefnd Austur-Eyfellinga, verið formaður fjárræktar- félags sveitarinnar, haft mikil afskipti af hinni stórmerku ræktun á Skógasandi og lengst af gegnt formennsku félagsskaparins, sem séð hefur um þann rekstur. Árni er kvæntur Jóhönnu Ingvarsdóttur frá Undirvegg í Keldu- hverfi, og eiga þau tvo syni. Árni sýndi Goðasteini þá velvild að skrifa dálitla greinargerð um Skógabúið, en það er í rauninni elzta stofnun skólasetursins. ]. R .H. Síðan árið 1944, er jörðin Ytri-Skógar í Austur-Eyjafjallahreppi var gefin Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem skóla- setur, hefur verið rekið hér bú, sem er eign framangreindra sýslna. Goðasteinn 41

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.