Goðasteinn - 01.09.1964, Side 44
Reynt hefur verið að haga þeirri starfsemi þannig, að bújörðin
fylgdist með í framvindu og þróun landbúnaðarins. Einnig hefur
vcrið leitazt við að miða framleiðsluna við þarfir Skógaskóla og
þess fólks, sem búsett hefur verið á staðnum. En framar öðru
hefur verið stefnt- að því, að búreksturinn væri rekinn hallalaust
og yrði ekki sýslufélögunum til byrði.
Að ósk Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra skal hér stuttlega
gerð grein fyrir helztu framkvæmdum á bújörðinni á undanförn-
um 19 árum. Tún hafa verið ræktuð 42 hektarar að stærð. Girð-
ingar hafa verið reistar um ræktunar- og beitilönd 10 km. langar.
Byggðar þurrheyshlöður 2600 m3. Byggðar votheyshlöður um 230
m3. Byggt hefur verið fjós með áburðar geymslum fyrir 50 gripi
og fjárhús með áburðarkjallara fyrir 280 fjár. Einnig hefur verið
reist kartöflugeymsla og vélahús. Allar eru þessar byggingar úr
steinsteypu, og hefur kostnaðarverð þeirra verið um 850.000,00 kr.
Má segja að byggt hafi verið yfir alla starfsemi búsins, en íbúðar-
hús jarðarinnar er orðið nær 60 ára gamalt.
Kartöflur hafa verið ræktaðar á einum til tveimur hekturum
árlega og korn á fimm hekturum síðustu árin. Búið hóf starf-
semi sína með fimm kúm og sjötíu sauðkindum. Nú eru á fóðrum
40 nautgripir og 340 fjár. Hross eru engin og hafa ekki verið í
mörg ár. Þannig hefur þróunin á Skógabúinu í engu verið frá-
brugðin því, sem víða gerist hjá bændum.
Árni Jónasson
KVENVAL
Ámundi Þormóðsson í Skógum átti son fram hjá konu sinni,
Solveigu Árnadóttur. Gerðist það um 1630. Barnsmóðirin var að
sögn lítilsigld vinnukona þeirra hjóna. Eftir barnsburðinn varð
hún að ganga í kirkju til þeirrar aflausnar, sem hórkonum var þá
í té látin. Solveig húsfreyja bjó hana til kirkjunnar. Tók hún fram
beztu skartklæði sín og klæddi stúlkuna í þau. Varð Ámunda að
orði, er hann sá verk húsfreyju: „Flest vill Solveig mín mér til
sæmdar gera“. Hefur það verið haft fyrir orðtak síðan.
42
Goðasteinn