Goðasteinn - 01.09.1964, Page 46
prófs. Hann er áhugamaður um félagsmál og sat lengi í stjóra
hestamannafélagsins Sindra og hefur um langt árabil verið for-
maður flugbjörgunarsveitarinnar í Austur-Eyjafjallahreppi.
Þórhallur er kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur frá Nikhól í Mýrdal,
og eiga þau þrjár dætur. Elín hefur einnig öðru hverju unnið
hjá skólanum.
J. R. H.
EINARSDÆTUR
Sr. Björn Þorvaldssori í Holti undir Eyjafjöllum flutti þaðan
að Stafafelli í Lóni 1837. Um leið og hann reið úr hlaðinu í Holti,
sagði hann við Halldóru konu sína: „Hverja af dætrum Einars
stúdents í Skógum eigum við nú að fá með okkur austur“? „Þá
sem hann vill sízt láta“, svaraði hún. Sr. Björn spurði Einar, hvort
hann gæti ekki hugsað sér að ein dætra hans fylgdi þeim austur
og þá hver helzt. Einar svaraði: „Það veit ég ekki, nema sízt
hana Gunnu. Hana læt ég ekki, meðan hún vill vera hjá mér“.
„Það var nú einmitt hún, sem ég ætlaði að fala“, sagði sr. Björn.
Sótti hann málið svo fast, að Guðrún fór austur með þeim hjón-
um og ílentist þar. Giftist hún Stefáni Eiríkssyni alþm. í Árnanesi,
og er mikill ættbogi af þeim kominn.
44
Goðasteinn