Goðasteinn - 01.09.1964, Page 48

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 48
Komið heil, komið heil, til Skóga! Hér heilsa störfin tvenn og þrenn. Sjá, brekkurnar bíða og kvarta, hér bíður þitt unga hjarta. En börn á gamla fsland enn, sem óska þess að verða menn. í samvinnu sumardöggva með sól að' vin og himins blæ skal hjörtun og hrjóstrin klæða, skal hugina og sandinn græða. Og signi drottinn sí og æ hvern sáinn reit, hvert lífsins fræ. Og síðast, er sumri hallar og sól þín hnígur rótt. í mar, ber angan um auðn og haga af ávexti starfs og daga. Þá sé þitt hrós og heiður þar, að hér er orðið betra en var. Komið heil, komið heil, til Skóga, hér heilsa störfin tvenn og þrenn. Að nema með hönd og hjarta, unz hugir og brekkur skarta. Og börn á gamla ísland enn, sem ætla sér að verða menn. Sigurður Einarsson 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.