Goðasteinn - 01.09.1964, Page 56

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 56
svo mörg knattspyrnulið, sem hægt er. Haldin eru haustmót og vormót í knattspyrnu og keppt um bikar, sem nokkrir eldri nem- endur gáfu fyrir fáum árum. Handknattlcikur er einnig vinsæll og þó aðallega fyrir stúlkurnar. Blak var f.yrrum stundað af kappi, en körfuknattleikur sækir mjög á síðari árin, og keppa flestir nemendur í þcirri íþrótt á sérstöku körfuknattleiksmóti, sem fram fer um miðjan vetur. Sund er jafnan mikið iðkað og keppt í boð- sundi og fleiri greinum. Skíðaíþróttin er stunduð þegar tækifæri gefst, en það vill verða sjaldan sakir snjóleysis. Svipuðu máli gegnir um skautahlaup. Frjálsar íþróttir af ýmsu tagi eru iðkaðar bæði innan húss og utan, svo sem hlaup og stökk, kúluvarp, kringlukast og fleira. Á árshátíð skólans eru ætíð sýndir fimleikar. Gönguferðir eru farnar annað slagið yfir veturinn. Fara allir nemendur með í þessar ferðir og er þá venjulega hætt kennslu um hádegi þann daginn, sem gengið er. Um margar leiðir er að velja. Stundum er gengið inn með gljúfrum Skógaár, inn með Kvernugili, upp á Hornfell, upp á Drangshlíðartind, suður að sjó, austur að Sólheimajökli og víðar. Frá upphafi skólastarfs hefur orðið að reka hér mötuneyti, þar sem nemendur dveljast í heimavist. Rekstur þess hefur yfirleitt gengið vei, og er öli aðstaða fremur góð í eldhúsi og borðstofu. Helzt háir það starfseminni, að húsakostur til geymslu matvæla og annarra nauðsynja er mjög af skornum skammti. Þó hefur frysti- geymsla verið stækkuð verulega fyrir nokkrum árum, og af öðr- um umbótum á aðstöðu mötuneytis má nefna, að gólf hafa verið flísalögð og keypt vönduð stálhúsgögn í borðstofu. Mötuneytið kaupir allar búsafurðir, sem Skógabúið framleiðir, svo sem mjólk, kjöt, kartöflur og fleira. Er það mjög hagkvæmt að geta fengið þessar nauðsynjar rétt við skólavegginn. Aðrar vörur eru keyptar hjá kaupfélögunum í héruðunum í kring og frá Reykjavík. Samgöngur við skólann eru mjög góðar og greiðar. 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.