Goðasteinn - 01.09.1964, Page 65

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 65
Þórður Tómasson: Ájrip iil’ íiypyiliirsöiíH Skíifln Byggðarsaga Skóga er nær 1050 ára gömul, að ætla má. Hcr verður reynt að rekja ágrip hennar eftir strjálum heimildum fyrri alda. í Landnámabók segir á þessa leið í gerð Hauks lögmanns: „Þrasi var son Þórólfs Hornabrjóts. Hann fór af Hörðalandi til íslands cg nam land milli Jökulsár og Kalaklofsár og bjó á Bjalla- brekku. Þar heita nú Þrasastaðir, skammt austur frá forsinum, en leiði Þrasa er fyrir vestan Forsá, heldur nær ánni, í Drangshlíð, undir gnúpinum, og er skriða áhlaupin". Sturlubók Landnámu hefur það eitt um bústað Þrasa að segja, að hann hafi búið í Skógum inum eystrum. Frásögn Hauksbókar bendir ótvírætt til arfsagna og örnefna, sem til hafa verið á 13. öld. Alþekkt er frásögn Landnámabókar um viðskipti Loðmundar ins gamla á Sólhcimum og Þrasa, er þeir veittu Jökulsá hvor á annan. Segir þar orðrétt: ,,í þeim vatnagangi varð Sólheimasand- ur“. Skal það haft hér fyrir satt, þótt þjóðsagnablær sé annars mikilj á frásögninni. Enginn efi er á því, að mikið eldgos hefur brotizt út í grennd við Eyjafjöll á landnámsöld. Fyrir fáum árum var grafinn djúpur framræsluskurður við landnámsbýlið Holt undir Eyjaíjöllum. Sást þar glöggt mót byggðar og óbyggðar í skurð- stálinu. I sama dýpi var auðrakið allþykkt lag svartrar, fíngerðrar cldfjallaösku. Skal nú leitað frekari fræðslu í nútímaörnefnum og staðháttum. Örnefnið Þrasastaðir er fallið í fyrnzku. Öðru máli gegnir um Bjalla og Bjallabrekku. Örnefnið Bjalli þekkist í Eystri- og Ytri- Skógum. Til skamms tíma var brekkan ofan við bæinn í Ytri- Skógum nefnd Bjallabrekka. Orð Hauksbókar og staðhættir mæla með því, að einhvers staðar í þeirri brekku séu rústir Þrasastaða faldar í jörðu. Ekki er hægt að benda á líkur fyrir mannabústað Goðasteinn °3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.