Goðasteinn - 01.09.1964, Page 69

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 69
Ytri-Skógar um 1860 býr í Ytri-Skógum ættfaðir yngri Skógaættar, Þormóður Kortsson kaunmanns Lýðssonar frá Hamborg. Kona Þormóðs var Halla Grímsdóttir prests í Hruna, Skúlasonar. Grímur prestur var frægur skrifari eins og lögbókarhandrit hans í Árnasafni bera enn vitni um. Sonur Þormóðs og Höllu var Ámundi lögréttumaður í Skógum (f. um 1600), kvæntur Solveigu Árnadóttur, Eyjólfssonar sýslumanns í Rangárþingi. Móðir Solveigar var Margrét dóttir sr. Erasmusar Villatssonar á Breiðabólsstað. Fitjaannáll segir frá andláti Ámunda á alþingi 1675: Bráðkvaddur varð þá Ámundi Þormóðsson lögréttumaður frá Skógum, er hann vildi ríða heiman frá kirkjunni til tjalds síns og var hartnær eða að því kominn, er hann hné af hestinum. ... Er grafinn í Skálholti, einn ráð- settur og frómur maður“. Þau Skógahjón áttu margt barna. Einn sona þeirra var sr. Högni í Eyvindarhólum (f. um 1649, d. 5. júní 1707) kvæntur Þórunni Torfadóttur prests í Gaulverjabæ, Jóns- sonar. Líklegt má telja, að Páll yngri Ámundason hafi búið nokkur Goðasteinn 67

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.