Goðasteinn - 01.09.1964, Side 70
Kvernufoss
ár í Skógum eftir föður sinn. Hann var lögréttumaður í Rangár-
þingi nokkur ár. Kona hans var Þóra Björnsdóttir frá Staðastað.
Páll var fæddur um 1645, dó 1716.
Árið 1703 var tvíbýli í Ytri-Skógum. Bjuggu þar þá Þorsteinn
Sigurðsson, kvæntur Ásdísi Snorradóttur, og Tómas ísleiksson,
kvæntur Ingveldi Jónsdóttur. Jörðin er talin 60 hundruð að dýr-
leika í Jarðabók Árna og Páls 1709. Hún var þá öll úr konungs-
eign. Átti Þórunn á Hrútafclli, ekkja sr. Högna, hana hálfa, en
10 hundruð voru eign barna hennar. Þorsteinn Sigurðsson var
landseti Þórunnar og virðist hafa búið í Skógum frá 1690. Mót-
býlismaður hans 1709 hét Margrét Jónsdóttir.
Árið 1729 er Þórunn Torfadóttir flutt að Skógum ásamt syni
sínum Benedikt Högnasyni. Benedikt kvæntist Guðnýju Þorsteins-
dóttur prests í Holti, Oddssonar, hinni mestu ágætiskonu að vitni
sr. Jóns Steingrímssonar. Benedikt dó um 1750, og bjó Guðný eftir
lát hans í Skógum. Árið 1753 voru þar tveir ábúendur, auk hennar,
Jón Erlendsson og Jón Þorláksson. Árið 1762 voru þar enn þrír
búendur. Högni sonur Benedikts og Guðnýjar, kvæntur Guðnýju
68
Goðasteinn