Goðasteinn - 01.09.1964, Page 71

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 71
Jónsdóttur lögréttumanns í Selkoti, Isleifssonar, Erlendur Berg- steinsson og Jón Þorláksson. Árið 1782 voru fjórir búendur í Skógum, Högni, ísleifur Jónsson, mágur hans, Skúli Einarsson og Eiríkur Snorrason. Við þá Skúla og Eirík hafa til skamms tíma verið kennd örnefni í Skógatúnum, Skúlaskák og Eiríksskák. Seinna fækkaði búendum í Skógum. Var tvíbýli á jörðinni alla 19. öld og alla tíð síðan, meðan jörðin var í einkaeign. Isleifur Jónsson var tvígiftur. Fyrri kona hans var Halldóra Jónsdóttir, seinni kona Þórunn Sveinsdóttir. Sonur þeirra var Sveinn bóndi í Skógum, einnig tvígiftur. Sigríður Nikulásdóttir úr Hafnarfirði var fyrri kona hans en Steinunn Erlendsdóttir úr Fljótshlíð sú síðari. Sonur hans af fyrra hjónabandi var Oddur bóndi í Skógum. Högni Benediktsson í Skógum dó 27. des. 1819, 84 ára. Guðný kona hans dó 19. marz 1818, 86 ára. Sonur þeirra, Einar stúdent, bjó eftir þau í Skógum. Hann var fæddur 19. febrúar 1772, útskrif- aðist úr Reykjavíkurskóla 1795 en hugði ekki til embættis. Hann Séð yfir Skógaskóla til Drangshlíðartinds Goðasteirm 69

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.