Goðasteinn - 01.09.1964, Side 72

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 72
tók við föðurleifð sinni 1804 og bjó á henni til 1837. Kona hans var Ragnhildur (f. 1. nóv. 1779, d. 13. nóv. 1857) dóttir sr. Sigurð- ar Jónssonar á Heiði í Mýrdal og Sigríðar dóttur sr. Jóns Stein- grímssonar. (Um börn þeirra vísast í ritin Ættir Síðupresta og Islenzkar æviskrár). Þau hjón eru sögð ærumenn í sóknarbókum. Dóttir þeirra var Sigríður (f. 8. jan. 1805), sem giftist sr. Kjartani Jónssyni frá Drangshlíð. Byrjuðu þau búskap í Drangshiíð en fluttu að Skógum 1837. Sigríður dó 10. júlí 1865. Tveimur árum seinna kvæntist sr. Kjartan Ragnhildi (f. 11. marz 1842, d. 25. okt. 1931) Gísladóttur frá Gröf í Skaftártungu. Þau fluttu að Elliða- vatni 1887, og þar dó sr. Kjartan 28. febr. 1895. Oddur Sveinsson bjó einnig í Skógum á þessu tímabili, svo sem áður er getið. Kona hans var Gyðríður Guðmundsdóttir frá Seljavöllum. Oddur dó 14. jan. 1891, 60 ára. Kona hans veiktist af lömunarveiki á ntiðjum aldri og var heilsulaus eftir það. Hún var skrifuð fyrir búinu til 1903 en dó 21. sept. 1905. Dóttir hennar og Odds var Margrét (f. 2. okt. 1869), er giftist Páli (f. 11. maí 1876), Bárðar- syni frá Raufarfeili. Hófu þau búskap í Skógum 1903 og bjuggu þar til 1943, en það ár dó Páll 22. sept. Flutti Margrét til Reykja- víkur ári síðar. Hún dó 7. maí 1959. Bárður Bergsson í Múlakoti á Síðu keypti eign sr. Kjartans Jónssonar í Ytri-Skógum 1887 og flutti þangað sama ár. Bárður var fæddur í Mosakoti á Síðu 30. júní 1845. Hann kvæntist 29. júlí 1876 Katrínu (f. 11. okt. 1845, d. 10. júlí 1905) Þorláksdóttur frá Sléttabóli. Bárður flutti frá Skógum að Eyvindarhólum og varð bóndi þar. Hann dó í Skógum 2. okt. 1935. Margrét (f. 9. febr. 1885) dóttir Bárðar og Katrínar giftist 1903 Guðmundi Kjartanssyni frá Drangshlíðardal (f. 12. okt. 1867). Var hann lærður trésmiður og ágætlega hagur. Þau Margrét og Guð- mundur bjuggu í Skógum til 1944 en fluttu þá til Reykjavíkur. Guðmundur var af hinni gömlu Skógaætt, sonur Ragnhildar Ólafs- dóttur frá Núpi í Fljótshlíð, Einarssonar stúdents í Skógum. Við brcttför hans frá Skógum hafði ætt hans búið þar nær óslitið a.m.k. í 350 ár. Ætt Margrétar Oddsdóttur hafði þá búið þar í 170 ár. Guðmundur dó 15. des. 1959. Það er gamalla manna mál, að Skógar hafi farið vel með þá, 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.