Goðasteinn - 01.09.1964, Page 73
sem þar hafa búið, og að þar hafi flestir unað vel hag sínum.
I þessu ágripi er lítið um mannlýsingar, og ræður því rúm en
ekki efni. Margt væri hægt að skrá um búendur í Skógum á
19. og 20. öld, gestrisni þeirra, manndáð og myndarskap. Fjöldi
manns á góðar minningar um heimili Páls Bárðarsonar og Guð-
mundar Kjartanssonar, og eldri heimili í Skógum eru ekki öll-
um gleymd.
Skógakirkja var aftekin 1889. Er fátt, sem minnir á sögu hennar
nema ninn forni grafreitur. Nú mundu margir óska, að Skógar
eignuðust kirkju, sem hæfði hinu glæsilega menntasetri.
Nýr kafli hófst í sögu Skóga, er Árni Jónassqn frá Grænavatni
í Mývatnssveit flutti þangað með konu sinni, Jóhönnu Ingvars-
dóttur, og tók við forstöðu Skógabúsins. I Ytri-Skógum er nú
rekinn blómlegur búskapur mcð nýtízkusniði. Auður Þrasa hefur
aldrci til þurrðar gengið.
Goðasteinn
7i