Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Side 7

Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Side 7
Víkingar hafa fengið til sín liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Ólafur Bjarni Hákonarson var lánaður til félagsins frá Stjörn­ unni. Um er að ræða tvítugan og mjög efnilegan örvfættan strák sem getur leikið sem bakvörður, kantmaður og miðjumaður. Hann á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og lék 10 leiki á láni hjá KFG í 2. deildinni í fyrra. Að sama skapi lék hann æfinga leiki með Víkingum á undir búnings tímabilinu og þótti standa sig afar vel í þeim leikjum. Ólafur lánaður til Víkings Leikhópurinn Lotta var á ferðinni um Snæfellsnes um síðustu helgi og sýndi leikrit sitt, Bakkabræður, í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi. Vel var mætt á sýniningarnar og þótti leikritið ákaflega vel heppnað. Um er að ræða fjöl­ skyldu söngleik sem byggður er á þjóð sögunum um bræðurnar Gísla, Eirík og Helga en eins og í öðrum sýningum hópsins er undirtónninn alvarlegur og boðskapurinn fallegur þó grín og glens sé allsráðandi í sýningunni. Bakkabræður er 13. frumsamda sýningin sem leikhópurinn setur á svið en leikritið verður sýnt víða um land í sumar. Með fréttinni fylgir mynd frá sýningu hópsins í Klifi, Ólafsvík. Víðir Haraldsson hefur sjó­ mennsku að aðalstarfi bæði á sínum eigin báti og fyrir aðra. Sjómennskan er þó ekki það eina sem Víðir gerir en hann tekur að sér hin ýmsu köfunarverkefni. Aðspurður sagði Víðir að hann hafi keypt sér köfunargræjur 2004 eða 2005, æfði hann sig í byrjun að kafa fyrir þá á Örvari SH á Rifi. Sagði hann að verkefnin væru mismunandi svo sem að skera úr skrúfum, zinka báta þar sem hægt er að skrúfa zinkinu á og bara allt sem til fellur. Að sögn Víðis er alltaf nóg að gera og hafi lakasta árið verði 2017 en búið sé að vera nóg að gera frá áramótum. Eiginkona Víðis Kolbrún Þóra Ólafsdóttir fer alltaf með honum þegar hann fer að kafa og er honum til aðstoðar. Sagði Víðir að það hittist nú oft þannig á að hann væri nýkomin í land þegar hann þyrfti að fara til að kafa en hans aðalstarf er sjómennska eins og áður segir. Þegar blaðamaður hitti þau hjón voru þau einmitt að undirbúa sig að kafa til að skera úr skrúfunni á báti sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna. Grín, gleði og fallegur boðskapur Víðir kafar í aukastarfi Árlegt umhverfisrölt Grundar­ fjarðar bæjar fór fram 26. maí og 9. júní. Gengið var um bæinn og bæjarbúum boðið í spjall um það sem þeim liggur á hjarta um umhverfi bæjarins. Ýmsar góðar ábendingar komu fram sem m.a. verður unnið úr í sumar. Gerð verður grein fyrir þessum atriðum og ýmsum öðrum sem snúa að verklegum fram­ kvæmdum og umhverfis málum á heima síðu Grundar fjarðarbæjar síðar í júní mánuði. Skipulags­ og umhverfisnefnd og bæjarráð munu einnig fara yfir þessi atriði, á fundum á næstunni. Rölt um Grundarfjörð

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.