Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Síða 8
Það var sannkölluð hátíðar
dagskrá í menningarhúsinu
Frysti klefanum á Rifi um síðustu
helgi þegar Frystiklefinn fagnaði
tíu ára afmæli sínu.
Veisluhöldin hófust á föstu
deg inum þegar Bjartmar Guð
laugsson hélt vel sótta tónleika.
Á laugardeginum var gestum og
gangandi boðið í afmælisveislu.
Þar gátu gestir fengið sér köku og
veitingar auk þess sem kynning
var á dagskrá sumarsins og um
kvöldið var haldið Pubquiz.
Afmælishelginni var svo lokað
með krakkabíói þar sem boðið
var upp á múminálfamynd.
Nóg verður um að vera í Frysti
klefanum í sumar en má þar nefna
töfrasýningar, uppistand með
Sóla Hólm og fjölbreytta tónleika.
Meðal þeirra sem munu halda
tónleika í sumar eru bræðurnir
Friðrik Dór og Jón Ragnar
Jónssynir sem og stórsöngvarinn
Eyjólfur Kristjánsson. Eins og
fram hefur komið áður er frítt fyrir
íbúa Snæfellsbæjar á alla viðburði
í sumar í tilefni tíu ára afmælisins.
Haldið upp á 10 ára afmæli Frystiklefans
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ var
hlaupið um helgina, hlaupið var
í Staðarsveit föstudaginn 12. júní,
í Eyja og Miklaholtshreppi var
hlaupið á laugardaginn en þann
sama dag var einnig hlaupið í
Ólafsvík og Grundarfirði. Þetta var
í 30. skiptið sem Kvennahlaupið
var hlaupið í Ólafsvík.
Á þessum tímum er mikilvægt
sem aldrei fyrr að hlúa að heilsunni
og rækta sambandið við vini okkar
og vandamenn. Konur á öllum
aldri á 80 stöðum á landinu tóku
þátt í Kvennahlaupinu að þessu
sinni, allt frá litlum stelpum í
kerrum til langamma þeirra. Hver
kona tók þátt á sínum forsendum
og flestir fundu vegalengd við
sitt hæfi. Engin tímataka var í
hlaupinu heldur var lögð áhersla
á að hver komi í mark á sínum
hraða, með bros á vör.
Meðfylgjandi mynd var tekið
í Sjómannagarðinum í Ólafsvík
þegar hitað var upp fyrir hlaupið.
Kvennahlaup hlaupið á Snæfellsnesi
Efni og auglýsingum í Jökul þarf að
skila fyrir kl. 16, þriðjudag fyrir útgáfu.
Það er í lagi að skila fyrr.
Upplýsingar um auglýsingaverð
á www.steinprent.is