Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 75
73
Sœlla er að gefa en þiggja, stendur einhvers staðar, þótt
vafist hafi fyrir mörgum að skilja þann boðskap til fulls.
Þetta kemur þó ögn nærri því, sem fjallað er um í eftir-
fylgjandi grein — að alvörublönduðu gamni.
SKELFILEGAR GJAFIR
— EÐA:
LISTIN AÐ ÞIGGJA
— Judith Viorst —
A
•AviNAtAiC- JÖLUNUM, eða hvenær
'h\ 7 l(p sem er á árinu, þegar við
’(|7 skiptumst á gjöfum, er-
um við þakklát fyrir þær
vítMcvKvtCtþ gjafir sem koma sér vel,
okkur langaði í eða grípa huga okkar.
En hvað um gjafirnar sem koma sér
ekki vel, grípa hugi okkar alls ekki,
sem eru allt frá óviðeigandi til skelfí-
legar — en við verðum einhvern
veginn að þiggja og gera eitthvað úr,
af því þær koma frá börnunum okkar
eða betri helmingnum eða öðrum
nánum vinum, sem við viljum ekki
særa?
Við getum gengið út frá því, að
unun sé að taka við sérhverri gjöf,
sem gefín er með ást. En það er allt
annað að nota hana. Og þó, ef barnið
þitt hefur sparað aurana sína og keypt
skrautnál úr gylltu plasti, hund með
sægræn augu (,,sem passar við það
græna í kjólnum þínum með blóm-
unum”), er þá ekki andleg grimmd
að nota ekki nálina, næst þegar farið
erí téðan kjól?
Ein lausnin er vitaskuld að fara að
heiman með hundinn á brjóstinu og
lauma honum svo undan þegar
komið er fyrir hornið. Nema þá
— ÚrRedbook —