Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 29

Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 29
ENDURHÆFING GIGTARSJÚKLINGA 27 er því sem oft annars: framsækni með varfærni, passlegt vægi hvorutveggja álags og hvíldar. í endurhæfingu er gripið til notkunar hjálpartækja þegar um annað þrýtur. Gigtarsjúklingar þurfa öðrum fremur ýmisleg hjálpartæki. Tilgangur þeirra og gerð er af ýmsu tagi. Sumum er ætlað að auka færni, öðrum að taka álag af liðamótum, en öðrum að gera sjúkling hæfari til starfa og svo framvegis. Hér er um stóran vettvang hjálpartækja að ræða sem nær til stuðningstækja, farar- tækja, stoðtækja og færnisauka- tækja. Þörfin fyrir sum þeirra er augljós en gagnsemi annarra. verður að prófa svo að víst sé hvað best henti í reynd. Yfirleitt er mikil vinna að baki slíkra prófana. Mestum erfiðleik- um veldur samt útvegun tækjanna og þó einkum kostnaður þeirra. Sum eru dýr, önnur ódýr, sum þarf að búa sér- staklega til fyrir hvern sjúkling, önnur fást tilbúin að mestu eða öllu leyti. Tryggingastofnun ríkisins hefur sett sér reglur um þátttöku í kostnaði hjálpartækja og greiðir sum að fullu, önnur að hluta en nokkur ekki, einkum þau sem talin eru ódýr. Það er hins vegar algengt að gigtar- sjúklingar þurfa mörg hjálpartæki svo að greiðsluhluti sjúklingsins getur samanlagt orðið talsverður. Þeir þarfnast oft margra minni háttar hjálpartækja sem hvert um sig er svo ódýrt að Tryggingastofnuninni líst ekki taka þvt að eiga aðild í kostnaðinum, en samanlagt verð þeirra getur orðið umtalsvert og sjúklingum ofviða. Það kemur fyrir að svo hagar til um íbúð gigtarsjúklings að hann getur ekki búið þar, komist um og bjargað sér við lífsþurftir, sökum óhagræðis í innréttingu, stiga eða annarra torfæra. Húsnæðisaðstaðan kann að skipta sköpum um það hvort sjúklingurinn dvelur í heimahúsi eða að öðmm kosti allt að varanlega á sjúkrastofnun. Svo erfltt sem það kann oft að reynast að fjármagna hjálpartækin er hitt einatt erfiðara og oft útilokað að fjármagna breytingar á húsnæði, svo að gigtarsjúklingur geti búið þar, eða fá nýtt húsnæði ella. Tryggingastofnunin telur sér ekki skylt að taka þátt I slíkum kostnaði nema að takmörkuðu leyti og þá í litlum mæli. Sveitarstjórnir ekki heldur. Það gildir einu þótt kostnaður slíkra húsnæðisbreytinga sé aðeins brot af kostnaði langvarandi vistunar á sjúkrastofnun. Hann er ekki greiddur af því hann er ekki til sem liður í sjúkratryggingakerfinu. Dvalarkostnaður á sjúkrastofnun er hins vegar til þar. Þetta er dæmi um stríð kerfisins við sjálft sig. Kosntaðarvandi hjálpartækja er þannig í reynd aðeins leystur að hluta til hér á landi sem stingur í stúf við fyrirkomulag annarrar þátttöku í sjúkrakostnaði samkvæmt almanna- tryggingakerflnu. Hér er um að ræða samræmingaratriði sem þarf að komast á betri rekspöl. Það er verðugt verkefni fyrir starfsmenn heilbrigðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.